fbpx
Mánudagur 04.júlí 2022
Fókus

11 ára Lilja var kölluð „athyglissjúk“ eftir að hún kærði ofbeldismann sinn – „Fólk öskraði á mig þegar ég fór út í búð“

Fókus
Föstudaginn 13. maí 2022 21:00

Lilja Bjarklind. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Bjarklind Kristinsdóttir, 29 ára, er nýjasti gestur Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur.

Hún ólst upp í Garði í Suðurnesjabæ og var nýorðin átta ára þegar karlmaður á sextugsaldri byrjaði að brjóta á henni kynferðislega. Hann hélt áfram að brjóta á henni næstu tvö árin og var seinna dæmdur fyrir brot sín gegn henni.

Hann byrjaði í sambandi með móður hennar og ákvað Lilja að segja frá þegar móðir hennar spurði hvað henni þætti um að kærasti hennar myndi flytja inn. Hún er þakklát móður sinni fyrir að hafa trúað sér og þær kærðu manninn. En þá tók við annað áfall, viðbrögðin frá nærsamfélaginu í Garðinum og útskúfunin. Lilja, sem þá var ellefu ára gömul, var kölluð athyglissjúk og lygari, af fólkinu í bænum.

Lilja segir að samfélagið í Garðinum hefði snúist gegn henni og móður hennar, og enn í dag finnur hún fyrir útskúfun frá bæjarbúum og segir að hún hefur aldrei fengið afsökunarbeiðni, þó svo að maðurinn hefði verið dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Hann sat aðeins inni í sex mánuði.

TW: Við vörum við lýsingum á kynferðisofbeldi hér að neðan, og í spilaranum hér að neðan.

Keyrði um og leitaði að henni

Þegar Lilja var nýorðin átta ára var hún gangandi á leiðinni í samkomuhús bæjarins þegar maðurinn bauð henni far, þetta var í fyrsta skipti sem maðurinn braut á henni en ekki það síðasta. „Þá byrjaði þetta að vera reglulegt, hann keyrði um bæinn og leitaði að mér,“ segir hún og bætir við að oft hefði hann einnig farið með hana heim til sín.

Hann bjó þá með móður sinni, sem fannst ekkert athugunarvert að sonur hennar væri að koma heim með átta ára stelpu.

„[Mamma hans] gaf mér kakó, ekkert áhugavert fyrir henni. Stundum fórum við inn á neðri hæðina þar sem hann var, og stundum fórum við inn í gegnum aðalinnganginn uppi, en ég vildi oft fá að heilsa upp á mömmu hans til að kaupa aðeins meiri tíma,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Lilja rifjar upp líkamsskoðunina sem hún þurfti að gangast undir í Barnahúsi eftir að hún sagði frá. Hún lá á skoðunarbekk með teppi yfir sér og hjúkrunarfræðingurinn rétti henni barnabók til að lesa. Móðir hennar var með henni.

„[Mamma] stóð við hliðina á mér og heyrði hjúkrunarfræðinginn segja: „Hér er ör, hér er sprunga, og fleiri ör.“ Mamma var svo stressuð og ég var að reyna að hughreysta hana, ég var að reyna að vera dugleg fyrir hana. Pældu í því að vera móðir og heyra hjúkrunarfræðing telja þetta upp, og barnið þitt liggur þarna og er að reyna að sannfæra þig um að allt sé í lagi,“ segir hún.

Lilja ákvað að stíga fram með sína sögu vegna umræðunnar um kynferðisbrot eftir seinni bylgju #MeToo. Hún segir að hún hefði tekið eftir sömu gerendameðvirkni og hún upplifði frá samfélaginu í Garðinum.

„Ég var svo reið því svona var samfélagið við mig, ég fékk að heyra þessi sömu orð,“ segir hún.

„Ég var útskúfuð frá bænum og fólk öskraði á mig þegar ég fór út í búð, ég var bara ellefu/tólf ára” segir hún í þættinum sem má nálgast í heild sinni á Patreon-síðu Eigin Kvenna, eða lesa nánar um í ítarlegri grein á vef Stundarinnar.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Binný fór í fjórtán frjósemismeðferðir – ,,Þetta getur verið erfið þrautarganga vonar og vonbrigða“

Binný fór í fjórtán frjósemismeðferðir – ,,Þetta getur verið erfið þrautarganga vonar og vonbrigða“
Fókus
Í gær

Ólýsanleg græðgi og grimmd konungs – Afskornir útlimir gjaldmiðill og valdatákn

Ólýsanleg græðgi og grimmd konungs – Afskornir útlimir gjaldmiðill og valdatákn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sumir sjúskaðir en aðrir svalari – Frægir í fangelsi

Sumir sjúskaðir en aðrir svalari – Frægir í fangelsi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég treysti mér ekki í kringum nýja samstarfsmanninn“

„Ég treysti mér ekki í kringum nýja samstarfsmanninn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bauð dóttur sinni húsaskjól en sá eftir því þegar hún stal kærastanum

Bauð dóttur sinni húsaskjól en sá eftir því þegar hún stal kærastanum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirgaf myndverið þegar hann sá nakta konu í fyrsta skipti – Ennþá hreinn sveinn í dag

Yfirgaf myndverið þegar hann sá nakta konu í fyrsta skipti – Ennþá hreinn sveinn í dag