fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Konurnar í lífi Johnny Depp í gegnum árin

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 10. maí 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar hreinlega loga þessar vikurnar af fréttum af málaferlum skötuhjúanna Johnny Depp og Amber Heard sem hafa náð að vera mun lengur í málaferlum en þau voru nokkurn tíma í hjónabandi. 

Depp á að maki tvö hjónabönd, sex trúlofanir og ástarsambönd með nokkrum af þekktustu konum heims.

Á þeim tæplega fjórum áratugum sem Depp hefur lýst upp hvíta tjaldið hefur náið verið fylgst með ástarlífi hans enda hefur hann löngum þótt með myndarlegri mönnum Hollywood. Depp hefur haft orð á sér fyrir að vera ,,raðeinkvænismaður”. Þeir sem þekkja leikarann segja að hann gefi sig allan þegar hann verði ástfanginn og megi til að mynda rekja fjölda trúlofana til þess eiginleika hans.

Frá giftingu Depp og Allison.

Lítum nánar á sambandssögu Depp og hvað unnustur og kærustur í gegnum árin hafa að segja um samband sitt við leikarann.

Fyrra hjónabandið

Depp var aðeins tvítugur að aldri þegar að hann kvæntist förðunarfræðingnum Lori Anne Allison, systur bassaleikarans í hljómsveit leikarans, The Kids.

Lori Anne Allison var fimm árum eldri en hann þegar þau gengu í það heilaga í Florida áður en þau pökkuðu saman og fluttu til Los Angeles í leit að frægð og frama. Allison kynnti mann sinn fyrir leikaranum Nicholas Cage sem hjálpaði hinn unga Depp að áheyrn fyrir rullu í költmyndinni Nighmare of Elm Street. Depp fékk hlutverkið og vegferð hans til frægðar var hafin en ár inn í hjónabandið var því lokið. Depp og Allison hafa alltaf haldið vinskap og hefur hún sagt að Depp hafi aldrei sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun og ekki einu sinni hækkað róminn. 

Fenn og Depp voru saman í þrjú ár.

Tvær trúlofanir

Eftir skilnaðinn við Allison hóf Depp sambandi við leikkonuna Sherilyn Fenn. Hún var 19 ára, hann 21 árs. Samband þeirra stóð í tvö og hálft ár og þrátt fyrir sögur þess efnis voru þau aldrei gift. Þau voru aftur á móti trúlofuð. Fenn minnist sambandsins með mikilli hlýju og segir Depp hafa verið sína fyrstu ást. Þegar að Amber Heard kom fram með ásakanir um ofbeldi af hendi Depp árið 2016 var Fenn með þeim fyrstu til að mótmæla og sagðist vita fyrir víst að Depp væri alls óhæfur um slíkt.

Jennifer Grey ber Depp ekki jafn vel söguna og aðrar kærustur.

Næsta samband Depp var við Dirty Dancing stjörnuna Jennifer Grey sem er fjórum árum eldri leikaranum. Sambandið hófst árið 1989 og stóðu í níu mánuði. Enn og aftur mun Depp hafa farið á hnén en parið náði aldrei upp að altarinu. Grey hefur ekki tekið afstöðu í málaferlum Depp og Heard en sagt að hún taki þau nærri sér. Hún hefur aftur á móti sagt Depp hafa verið afar afbrýðissamann og jafnvel með ofsóknaræði meðan á sambandi þeirra stóð.

,,Winona forever“

Fljótlega eftir sambandsslitin við Grey hitti Depp Winonu Ryder og var það ást við fyrstu sýn. Ryder var 17 ára en Depp 26 ára. Ryder sagðist síðar hafa óttast að Depp væri óttalegur deli en hann hefði aftur á móti reynst afar feiminn og ljúfur. Parið varð strax óaðskiljanlegt og fimm mánuðum síðar voru þau trúlofuð. Depp sagði síðar aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt, um atómsprengju hefði verið að ræða. Hann lét húðflúra á sig ,,Winona forever”. Þau voru bæði orðin stórstjörnur og áberandi par í Hollywood sem báðum fannst erfitt. Depp og Ryder voru ekki gefin fyrir að flíka einkamálum sínum en töldu að með því að vera opin með samband sitt myndi áhugi fjölmiðla minnka. En svo reyndist ekki vera og sambandið fór að kikna undan álaginu. Þau bjuggu saman í fjögur ár áður en þau létu gott heita árið 1993 og Depp lét breyta húðflúrinu í ,,Wino forever”. 

Depp og Ryder héldu að þau yrðu saman að eilífu.

Ryder segist hafa orðið miður sín við málaferlin og segir sína reynslu af Depp vera allt aðra en Heard lýsir. ,,Hugmyndin að hann sé ofbeldismaður er eins langt frá minni reynslu og hugsast getur. Það er ekki sá Johnny sem ég þekkti og elskaði. Ég veit ekki til þess að hann hafi nokkurn tíman sýnt neinum ofbeldi né dónaskap,” sagði leikkonan í viðtali. 

Fljótlega eftir slitin við Ryder var Depp í stuttu sambandi við Juliette Lewis við töku myndarinnar What’s Eating Gilbert Grape? Þau eru enn vinir. 

Ástríður og dramatík

Árið 1994 tók Depp saman við ofurfyrirsætuna Kate Moss og fylgdist heimspressan með í andakt. Depp var 31 árs en Kate Moss aðeins tvítug. Samband þeirra var þrungið ástríðu og dramatík frá upphafi og var Depp meðal annars handtekinn fyrir að hafa valdið skemmdum á hótelherbergi Moss í New York upp á tíu þúsund dollara. Parið var saman í þrjú ár áður en Depp sleit því árið 1997. Hann sagði í viðtali ári síðar að hann hefði tekið vinnuna fram yfir samband sitt við Moss og verið martröð sem kærasti.

Johnny Depp og Kate Moss gátu ekki látið hvort annað í friði.

Það hefði alfarið verið honum að kenna að gott samband hefði orðið rústir einar. Moss var aftur á móti miður sín og í viðtali við People Magazine árið 2012 sagðist hún hafa grátið Depp í mörg ár. Amber Heard hefur í vitnisburði sínum minnst á samband Depp við Moss og sögusagnir um að Depp hafi hrint Moss niður stiga. Kate Moss hefur aldrei staðfest það né komið fram með neinar ásakanir á hendur Depp. 

Depp átti í stuttu sambandi við leikkonun Ellen Barkin sem er 9 árum eldri en leikarinn.

Depp átti í stuttu sambandi við leikkonuna Ellen Barkin við tökur á kvikmyndinni Fear and Loathing in Las Vegas árið 1998. Í máli Depp gegn breska blaðinu The Sun bar Barkin vitni um að Depp hefði hent i hana flösku. Depp svaraði því til að Barkin væri í nöp við hann þar sem hann hafði ekki áhuga á að halda áfram ástarsambandi við hana á sínum tíma.

Vanessa Paradis

Árið 1998 hófst lengsta samband Depp þegar að hann og franska leikkonan, söngkonan og fyrirsætan Vanessa Paradis tóku saman. Þau eignuðust dótturina Lily-Rose Depp árið 1999 og soninn Jack Depp árið 2002 og eru það fyrstu og einu börn beggja. Depp og Paradis voru saman í fjórtán ár en giftu sig aldrei. Depp og Paradis slitu sambúð sinni árið 2012 og  hefur Depp viðurkennt að hafa verið kominn með tilfinningar í garð Amber Heard meðan á sambandi hans við Paradis stóð. 

Depp ásamt Vanessu Paradis,

Depp og Heard kynntust við gerð myndarinnar The Rum Diary árið 2009 og hófu samband sitt árið 2012. Þau gifust í febrúar árið 2015 og skildu í janúar tveimur árum síðar. 

Paradis og börn þeirra hafa verið dregin inn í málaferlin en Paradis hefur ekki kosið að tjá sig umfram yfirlýsingu sem hún gaf út þegar að Heard sakaði Depp um ofbeldi árið 2016. Sagði hún Depp aldrei hafa sýnt af sér ofbeldishegðun þau fjórtán sem þau voru saman. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“