fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fókus

Lína Birgitta rifjar upp erfitt atvik – „Hann kallar yfir alla stofuna: „Pabbi minn er allavega ekki í fangelsi eins og pabbi þinn““

Fókus
Þriðjudaginn 15. mars 2022 11:30

Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldatríóið og vinkonurnar Lína Birgitta Sigurðardóttir, Gurrý Jónsdóttir og Sólrún Diego opna sig um atvik sem „sitja í þeim“ í nýjasta hlaðvarpsþætti af Spjallinu.

Lína Birgitta segir frá því þegar hún var í grunnskóla og fór út í búð aðeins til að sjá pabba sinn á forsíðu dagblaðs og allur skólinn komst að því að hann væri í fangelsi.

„Ég man þegar ég var í grunnskóla, pabbi minn sem sagt sat inni, var í fangelsi. Ég komst einhvern veginn að því og svo tveimur dögum seinna var hann á forsíðu DV þegar ég var að fara í 10-11 að kaupa mér mat. Þá sá ég bara pabba þarna, og í alvörunni ég get ekki sett það í orð hvernig mér leið. Þetta var mjög mikið högg á þessum tíma og það frétti allur skólinn þetta,“ segir Lína Birgitta og bætir við að hinir nemendurnir hefðu vitað að þetta væri pabbi hennar.

„Ég náttúrulega tók ákvörðun þarna að ég ætlaði að vera hörð og setja brynju á mig. Ég tók meðvitaða ákvörðun og ef fólk var að spyrja þá svaraði ég eins og mér væri sama. Ég var bara eitthvað: „Já, ókei hehe“ en var svo grenjandi heima hjá mér alla daga. Ég fór í skólann, kom svo heim alveg búin á því.“

„Pabbi minn er allavega ekki í fangelsi eins og pabbi þinn“

Athafnakonan rifjar upp eitt atvik sem hún segir sérstaklega sitja í sér. Hún var í dönskutíma og var að rífast við bekkjarbróður sinn.

„Við vorum stál í stál, þoldum ekki hvort annað. Hann var vondur við mig og ég vond við hann, sambandið okkar var bara þannig í skólanum,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Við vorum eitthvað að rífast í kennslustofunni […] Svo öskrar hann yfir mig, svara mér greinilega, og kallar yfir alla stofuna: „Pabbi minn er allavega ekki í fangelsi eins og pabbi þinn.“ Þarna hitti hann djúpt, þetta var svo djúpt. Ég horfði á hann og var orðlaus. Ég held hann hafi séð það í augunum á mér, hann hefði getað skotið mig frekar, það hefði verið skárra.“

Lína Birgitta segir að hún hefði hlaupið út úr stofunni og tvær bekkjarsystur hennar á eftir henni ásamt kennaranum. Hún fór heim eftir atvikið. „Góða við þetta er að þegar ég er 22 ára er ég í fyrirpartí hjá vinkonu minni og þessi gamli bekkjarbróðir mætir,“ segir hún. Þau fóru að tala um gamla tíma og Lína Birgitta minnist á þetta atvik.

„Ég ákvað að segja honum að þetta atvik sæti í mér og væri eitthvað sem ég myndi aldrei gleyma […] Við enduðum á því að knúsast, bara fyrirgefðu, við vorum bara krakkar og vissum ekki betur. Það er gott að geta átt þessi samtöl, ekki það að þú sért alltaf að fara að eiga það en mér fannst þetta fallegt,“ segir hún.

„Þegar þú ert orðinn fullorðinn þá áttarðu þig á því að þegar þú ert barn eða unglingur, það eru allir að díla við sitt. Ég veit ekkert hvað hann var að fara í gegnum sko. En þetta fannst mér viðbjóður.“‘

Þú getur hlustað á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush

Sannleikurinn að baki kynlífshjálpartækjunum á heimili Gerðar í Blush
Fókus
Í gær

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt

Stefán Jak og Kristín Sif opinbera samband sitt
Fókus
Í gær

Chris Pratt rýfur loksins þögnina um umdeildu færsluna um eiginkonuna

Chris Pratt rýfur loksins þögnina um umdeildu færsluna um eiginkonuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaður Kourtney Kardashian fluttur í skyndi á spítala – Dóttir hans óskar eftir því að aðdáendur biðji fyrir honum

Eiginmaður Kourtney Kardashian fluttur í skyndi á spítala – Dóttir hans óskar eftir því að aðdáendur biðji fyrir honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“

Rifjar upp gamla partýmynd af Sigmari Guðmunds – „Hver man ekki eftir þessu tímabili alþingismannsins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow

Sannleikurinn á bak við orðróminn um að Johnny Depp muni snúa aftur sem Captain Jack Sparrow
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum

Allt sem við vitum um nýja kærasta Svölu – Býr í rúmlega 180 milljón króna höll með pabba sínum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kendall Jenner gerir allt vitlaust með nektarmynd

Kendall Jenner gerir allt vitlaust með nektarmynd