Nú standa yfir tökur á sjöundu seríu sjónvarpsþáttaraðarinnar The Masked Singer. Þættirnir ganga út á það að frægir einstaklingar úr hinum ýmsu krókum og kimum samfélagsins kom fram í grímubúning og taka lagið. Söngvararnir eru svo dæmdir á verðleikum einum og dómarar dæma svo þann versta úr leik. Sá hinn sami tekur þá grímuna af sér og opinberar þannig hver sá er í raun og veru.
Sjöunda serían á að fara í loftið í mars og hafa framleiðendur þáttanna verið harðir á því að upplýsa ekki hverjir koma fram í þáttunum fyrr en að sýningu kemur og halda þannig dulúð yfir hverjir keppendurnir eru.
Í vikunni greindu fjölmiðlar vestanhafs þó frá því að tveir dómarar í keppninni stóðu upp og gengu út eftir að í ljós kom að Rudy Guiliani, fyrrum borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps í gegnum dramatíkina á síðustu dögum forsetatíðar sinnar væri á bakvið grímuna. Dómararnir voru þeir Ken Jeong, sem meðal annars er þekktur fyrir leik sinn í The Hangover, og söngvarinn Robin Thicke.
Fylgdi þó sögunni að þeir snéru snögglega til baka. Áætlað er að þátturinn verði sýndur í mars.
Framleiðendur þáttanna neituðu að tjá sig um málið þegar Billboard leitaði eftir svörum.
The Billboard sagði frá.
Anything for ratings, right? https://t.co/woeXU6oZQI
— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) February 3, 2022