Það er myndband að fara eins og eldur í sinu um netheima. Það var birt á Twitter í gær og hefur fengið yfir 4,5 milljónir í áhorf á þessum stutta tíma.
Myndbandið er af lítilli stúlku halda fyrir eyrun á hundinum sínum sem er hræddur við flugelda.
Kínverskt nýár var 1. febrúar síðastliðinn þegar ár tígursins gekk í garð. Margir hverjir fögnuðu með flugeldum sem litli loðni vinur stúlkunnar var ekki hrifinn af.
Í myndbandinu má sjá að stúlkan tekur eftir því að hundurinn er eitthvað smeykur, hún klappar honum og heldur svo fyrir eyru hans.
Þetta er með því krúttlegasta á internetinu í dag. Horfðu á myndbandið hér að neðan.
Heartwarming moment during Chinese New Year celebration:
The little girl covers her pet’s ears to avoid the scare of fireworks. pic.twitter.com/wYxO7YAO4C— Tong Bingxue 仝冰雪 (@tongbingxue) February 2, 2022
Myndbandið var fyrst birt á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo og er talið hafa verið tekið upp í Gao‘an, Jiangxi í Kína. Newsweek greinir frá.