fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Óléttutilkynningin í jólaboðinu missti marks – „Þetta er nú ljóta vitleysan og þau vissu alveg hvað þau voru að gera“

Fókus
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem átti að verða hugljúf stund hjá fjölskyldu einni um jólin átti eftir að snúast upp í andhverfu sína og endaði með að einn fjölskyldumeðlimur leitaði á náðir Reddit til að fá úr því skorið hver hafi átt sök á því hvernig fór.

Umrædd fjölskylda hefur haft þá hefð að allir fullorðnir fjölskyldumeðlimir geta valið um hvort þeir  skiptast á gjöfum. Til að vera með þarf sérstaklega að skrá sig og kaupa svo gjöf handa hverjum og einum sem er með fyrir um það bil 3000 krónur.

„Við erum með Google Doc skjal þar sem fólk skráir hvað þeim langar í, fastastærðirnar þeirra og uppáhalds snarlið. Svo kíkir maður á listann, eyðir 3000 krónum í hvern og svo skiptumst við á gjöfum í jólaboðinu eftir að börnin eru farin að sofa,“ útskýrir kona úr fjölskyldunni á Reddit.

Þetta árið höfðu bróðir konunnar og kona hans, Kelsey og Kyle, skráð sig á listann og báðu sérstaklega um að fá að vera síðust þar sem þau væru að gefa sérstakar gjafir sem þau vildu að allir opnuðu á sama tíma.

Svo allir aðrir kláruðu að gefa sínar gjafir sem höfðu verið keyptar eftir reglunum – 3000 króna virði og af gjafalistum hvers og eins. Svo loksins var ekkert eftir nema gjafirnar frá Kelsey og Kyle.

Allir fengu það sama – sónarmynd í ramma og risastóran stuttermabol sem þau höfðu málað á textan að stúlkan Bella væri væntanleg í heiminn árið 2022. Konan sem leitaði til Reddit er systir Kyle og áætlar hún að virði rammans og bolsins hafi verið um 700 krónur.

„Við óskuðum þeim til hamingju og töluðum um þetta í smá stund. Svo spurði pabbi: „Eigum við að klára gjafirnar? Þetta eru frábærar fréttir, en við þurfum að fara að drífa okkur heim svo þið ættuð að sækja restina af gjöfunum. 

Þá svaraði Kelsey – „Þetta var gjöfin.“ 

Þá varð uppi fótur og fit. Pabbi þeirra varð reiður og hvatti aðra til að taka til baka þær gjafir sem þau höfðu keypt handa þeim Kyle og Kelsey sem höfðu á þessum tíma strunsað sármóðguð út. „Þetta er nú ljóta vitleysan og þau vissu alveg hvað þau voru að gera,“ sagði pabbinn reiður.

Nokkrum dögum síðar reyndi Kyle að bæta upp fyrir þetta með því að færa systur sinni nýja gjöf. Systir hans sagði honum þá að það væri ósmekklegt að gefa óléttutilkynningu í gjöf og tilkynna fólki að gjöfin þeirra væri framlag til væntanlegs barns. Það liti út fyrir að Kyle og kona hans hafi verið að reyna að komast hjá því að kaupa alvöru gjafir.

Kyle hafi hins vegar verið á öðru máli og kallað systur sína fífl. Því hafi hún ákveðið að bera þetta undir netverja og fá ókunnugt fólk til að skera úr um hvort væri fíflið – Systirin eða Kyle.

Ekki stóð á svörunum.

„Þetta er skítaframkoma,“ sagði einn.

„Hvernig getur það talist viðeigandi að gefa sjálfum sér peninginn sem átti að nota í gjafir handa öðrum?,“ spyr annar.

„Gjafir sem eru „framlag í þínu nafni hefur verið gefið…“ eru í flestum tilvikum ósmekkleg en þau ákváðu að gefa framlagið til þeirra sjálfra. Óskiljanlegt,“ skifar enn einn.

Margir bentu einnig á að ef Kyle og kona hans vildu ekki kaupa gjafir þá hefðu þau ekki átt að skrá sig á listann heldur frekar haldið sig fyrir utan skiptin og tilkynnt fjölskyldunni óléttuna með hefðbundnum hætti.

Atkvæði netverja hafa verið tekin saman og var niðurstaðan afgerandi. Það var Kyle og kona hans sem voru fíflin, en ekki systirin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta