fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Þjóðin tætir í sig Áramótaskaupið – Meirihluti segir það lélegt eða versta Skaup sem það hafi séð

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. janúar 2022 19:30

Skjáskot úr Áramótaskaupinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær horfðu landsmenn um allt land á Áramótaskaupið að venju. Sitt sýnist hverjum um Skaupið ár hvert. Sumir ná vart andanum af hlátri á meðan aðrir ná ekki upp í nef sér af hneykslun yfir því að skattpeningunum okkar sé varið með þessum hætti.

Umræður á kaffistofum landsins á nýju ári varða oftar en ekki Skaupið, en svo virðist sem hver og einn Íslendingur hafi sterka skoðun á því, hvort sem hann sé ánægður eða fúll með það. Því ákvað DV að gera skoðanakönnun í morgun til að sjá hvernig landanum fannst það.

Niðurstöður könnunarinnar voru ekki jákvæðar fyrir höfunda skaupsins að þessu sinni. Rúmlega 56 prósent svarenda sögðu Skaupið annaðhvort frekar lélegt, eða gengu svo langt að segja það versta skaup sem það hefði séð.

Á meðan sögðu einungis 25 prósent Áramótaskaupið vera gott, og minna en tvö prósent vildu meina að þetta hafi verið besta skaup allra tíma. Þá sögðu um það bil 17 prósent að Skaupið hefði sloppið fyrir horn.

Niðurstöðurnar voru þessar:

Besta skaup allra tíma! – (1.59%)

Gott skaup – (25.06%)

Slapp fyrir horn – (17.35%)

Frekar lélegt – (36.20%)

Versta skaup sem ég hef séð – (20.09%)

Þetta virðist vera ansi ólíkt því sem var uppi á teningnum í fyrra, en samkvæmt könnun sem MMR gerði um Skaupið 2020, voru 85 prósent sáttir. Þar af töldu 64 prósent það mjög gott og 21 prósent sögðu það frekar gott.

Höfundar Skaupsins í ár voru þau Bergur Ebbi, Gagga Jónsdóttir, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Lóa Hjálmtýsdóttir og Vilhelm Neto og með leikstjórn fór Reynir Lyngdal, en það er að miklu leiti sama teymi og í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“