fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Mia Khalifa bregst við húðflúri aðdáanda – „Plís segðu djók“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. september 2021 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mia Khalifa bregst við húðflúri sem aðdáandi hennar fékk sér. Mia er fyrrverandi klámstjarna, íþróttafréttamaður og samfélagsmiðlastjarna. Hún skefur ekki utan af skoðun sinni á flúrinu sem hún segir vera „hræðilegt“.

Mia deildi myndbandi tattúlistamannsins af húðflúrinu og skrifaði með: „Plís segðu djók. Þetta er…. Hræðilegt.“

Húðflúrið er mynd af Miu Khalifa með frægu svörtu gleraugun.

Mia komst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar hún fékk morhótanir frá hryðjuverkasamtökunum ISIS eftir að hafa komið fram í klámmynd með slæðu (e. hijab). Mia notaði svört gleraugu í flestum myndunum sem hún lék í. Hún lék í ellefu klámmyndum yfir þriggja mánaða tímabil. Hún seldi gleraugun til styrktar góðgerðamála fyrr á árinu.

Umrædd gleraugu.

Tattúlistamaðurinn lét ekki gagnrýnina á sig fá heldur þakkaði Miu fyrir að deila myndbandinu sínu áfram.

„Takk @miakhalifa fyrir nýju Instagram fylgjendur mína og milljónir áhorfa,“ skrifaði hann.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mia Khalifa gagnrýnir húðflúr aðdáanda. Árið 2018 deildi hún mynd af húðflúri af sér sem aðdáandi hennar hafði fengið sér. Hún skrifaði með: „HÆTTIÐ AÐ FÁ YKKUR TATTÚ AF MÉR. Þetta er alls ekki hrós, þetta er HREINT ÚT UNDARLEGT.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi