fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fókus

Skráði kærustuna á Tinder til að sjá hvort hún væri nógu góð fyrir hann – Viðbrögðin komu honum í opna skjöldu

Fókus
Miðvikudaginn 8. september 2021 21:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður ákvað að skrá kærustu sína á Tinder til að kanna það hvort hún væri nægilega góð fyrir hann og viðbrögðin komu honum hressilega í opna skjöldu.

Hann greindi frá þessu á Facebook.

„Strákar takið eftir, ef ykkur finnst kærastan ekki nógu góð fyrir ykkur, búið til aðgang að Tinder og notið myndir af henni og sjáið hversu margir menn væru til í að vera í ykkar sporum. Ég gerði þetta í gríni og kærastan mín var komin með 1300 „læk“ eftir klukkutíma. Ég er núna að fara að láta renna í bað fyrir hana, elda matinn, brjóta saman þvottinn og nudda á henni fæturna. Þetta er galið. Ég er bara einn maður, ég get ekki keppt við 1300 menn sem vilja konuna mína.“ 

Maðurinn er talinn hafa deilt færslunni fyrst á sinni eigin Facebook síðu en skjáskot voru tekin af færslunni og hefur hún farið sem eldur um sinu á netinu.

Hann uppfærði svo færsluna eftir að hún birtist fyrst.

„Hún er núna komin með 1865 lær. Ég ætla að naglalakka á henni tærnar og kaupa handa henni smáhest.“ 

og svo aftur: „2252 læk. Veit einhver hvar maður getur keypt kálf?“ 

Margir hafa deilt áliti sínu á uppátæki mannsins.

„Kannski eru „læk“ á Tinder ekki besta mælitækið á gildi manneskju/maka, bara pæling sko,“ skrifar einn.

„Ef hún elskar þig þá gætu 10.000 menn verið á eftir henni og það myndi ekki skipta máli,“ skrifar annar.

„Gagnkynhneigðir menn: Því bara aðrir karlmenn geta kennt þeim að meta kærustur sínar,“ skrifar enn annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian höfð að háði og spotti

Kim Kardashian höfð að háði og spotti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi