fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fókus

Mikill hiti í umræðum á Matartips – Mældi pítsuna sína – „VÖRUSVIK“

Fókus
Föstudaginn 24. september 2021 18:00

Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverður hiti var í umræðum á Matartips í gærkvöldi og í morgun. Þetta byrjaði allt á því að einn meðlimur hópsins gagnrýndi stærðina á pítsu sem hann fékk frá Pizzunni. Pizzan hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem má lesa neðst í greininni.

„VÖRUSVIK.  Pantaði 16 tommu pizzu á Pizzan.  Sótti hana og sá strax að hún var engar 16 tommur.  Þegar ég fann að þessu við yfirmann sagði  hann ÞETTA ERU 16 tommur og ekkert röfl.  Sló á hana tommustokk þegar ég kom heim og hún reyndist 13 tommur.  Það sem sagt vantaði 50% uppá að hún væri það sem ég borgaði fyrir. Hafa aðrir svipaða reynslu af PIZZAN ?“

Maðurinn birti einnig tvær myndir af pítsunni, á annarri þeirra má sjá málband sem sýnir að pítsan sé 13 tommur.

Skjáskot/Facebook

Það er augljóst að þetta sé mikil deiluefni. Um tvö hundruð athugasemdir hafa verið ritaðar við færsluna þegar fréttin er skrifuð og eru margir netverjar djúpt sokknir í rökræður við hvern annan.

Netverjar virðast skiptast í fylkingar. Önnur hliðin telur manninn vera smámunarsaman á meðan hin hliðin telur gagnrýnina réttmæta.

„Ótrúlegt hvað það er hægt að væla yfir og úthúða á netinu! Mistök gerast á hverjum einasta veitingastað! Ég versla mikið við Pizzuna og fæ alltaf gómsætar pizzur!“ Segir annar.

„Finnst þetta áhugaverð umræða. Sérstaklega hvað margir skammast við upphafsinnlegg og finnst hann smámunasamur, kjánalegur og jafnvel nískur. Það væri margt öðruvísi á Íslandi ef neytendur stæðu á rétti sínum. Er búin að búa í DK í yfir áratug og hér sniðgengur fólk hverfisbakaríið ef bollurnar minnka, hætta að kaupa ákveðin merki ef einhver skandall kemur upp og kvarta við umboðsmann neytenda yfir hlutum sem við myndum hlæja að í til dæmis þessum þræði. Afleiðingin er að réttur neytenda er mun sterkari en á Íslandi og fyrirtæki leyfa sér ekki sömu hegðun og sést oft hérna. Burtséð frá þessari pizzu,“ segir einn netverji.

Fjölmargir viðskiptavinir Pizzunnar koma staðnum til varnar og deila sinni jákvæðu reynslu af honum.

„Hef persónulega alltaf verið sátt með þjónustuna frá þeim og ef eitthvað kemur upp á þá hafa þeir græjað það strax. Mæli með að hringja og láta vita að þú sért ósáttur,“ segir einn netverji.

Nokkrir benda á að Pizzan býður ekki upp á 16 tommu pítsu heldur litla, miðstærð og stóra. „Jú þeirra skilgreining á stórri er 16 tommu, og það er spurði ég um þegar ég keypti,“ segir þá höfundur innleggsins.

Einn netverji segir að á flestum pítsastöðum sé deigið staðlað eftir þyngd og svo fletur starfsmaður út deigið. „Það er ekki endilega að allir starfsmenn geri það rétt,“ segir hann.

Yfirlýsing frá Pizzunni

DV hafði samband við Pizzuna sem gaf út eftirfarandi yfirlýsingu.

„Okkur þykir leitt að í umræddu tilfelli hafi viðskiptavinur ekki fengið þá vöru sem stenst okkar gæðakröfur. Stærðin á pizzunum okkar er í sömu stærðum og staðallinn er á markaðnum í dag.

Við bökum tugþúsund pizzur á mánuði og því miður geta alltaf komið upp mannleg mistök og varan ekki eins og við viljum hafa hana. Í þessu tilfelli náði pizzan ekki réttri stærð og biðjumst við afsökunar á því. Í þeim tilfellum sem okkur verður á mistök bætum við okkar viðskiptavinum það að sjálfsögðu upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna komst Manuela til Bandaríkjanna þrátt fyrir lokuð landamæri

Þess vegna komst Manuela til Bandaríkjanna þrátt fyrir lokuð landamæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vanessa Bryant lýsir augnablikinu þegar hún frétti af andláti Kobe og Giönnu

Vanessa Bryant lýsir augnablikinu þegar hún frétti af andláti Kobe og Giönnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðir í blóma lífsins greindist með lífshættulegt krabbamein – Safnað fyrir Hákon Einar Júlíusson

Fjölskyldufaðir í blóma lífsins greindist með lífshættulegt krabbamein – Safnað fyrir Hákon Einar Júlíusson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rómantísk og opinská játning Vesturbæings vekur mikla athygli – „Til þín sem komst inn á Kaffivest áðan“

Rómantísk og opinská játning Vesturbæings vekur mikla athygli – „Til þín sem komst inn á Kaffivest áðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elton John lætur Ed Sheeran heyra það eftir að sá síðarnefni ljóstraði upp leyndarmálinu

Elton John lætur Ed Sheeran heyra það eftir að sá síðarnefni ljóstraði upp leyndarmálinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé tjáir sig um „stóra kjólamálið“ – „Ég er alveg góð sko. Þetta hefur engin áhrif á mig“

Linda Pé tjáir sig um „stóra kjólamálið“ – „Ég er alveg góð sko. Þetta hefur engin áhrif á mig“