fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fókus

Myndbönd Domino’s á Íslandi vekja heimsathygli – Milljónir hafa horft á tilþrif íslenska pizzubakarans

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. september 2021 11:00

Skjáskot: TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og mörg önnur fyrirtæki þá er Domino’s á Íslandi með aðgang á samfélagsmiðlinum TikTok. Domino’s á Íslandi birtir reglulega skondin og skemmtileg myndbönd í bland við auglýsingar og upplýsingar um tilboð.

Myndböndin sem Domino’s á Íslandi birtir á samfélagsmiðlinum fá yfirleitt nokkra tugi þúsunda í áhorf en fjórum sinnum hafa myndböndin þeirra þó vakið mun meiri athygli.

4,4 milljón áhorf

Nýlega birti Domino’s á Íslandi myndband þar sem pizzusendill á þeirra vegum rotast við spýtu sem maður í öðru myndbandi missti. Um svokallað „stitch“-myndband er að ræða en það þýðir að annar notandi á samfélagsmiðlinum geti birt myndband annarra aðila og bætt einhverju við það.

Ljóst er að fjölmargir höfðu gaman að þessu myndbandi frá pizzufyrirtækinu, það er nú komið með 4,4 milljón áhorf og rúmlega 760 þúsund manns hafa líkað við það. Þá er það komið með yfir 1.400 athugasemdir, í mörgum þeirra furða sig margir á því að hér á landi sé Domino’s.

Þó eru einhverjir sem þekkja Domino’s hér á landi afar vel ef marka má athugasemdirnar. „Ég sakna þess að fá mér Domino’s á Íslandi,“ segir til að mynda í einni þeirra. „Ég fór þangað árið 2018 og var þar í nokkrar vikur, úrvalið á matseðlinum var miklu betra en hér í Bandaríkjunum.

@dominos_iceland##stitch with @ceewhy13♬ original sound – Domino’s á Íslandi

Tilþrifin vöktu hrifningu og fengu rúmlega 11 milljón áhorf

Þrjú önnur myndbönd sem Domino’s á Íslandi hefur birt á samfélagsimiðlinum hafa vakið athygli utan landsteinana. Tvö þeirra hafa, líkt og myndbandið hér fyrir ofan, fengið rúmar 4 milljón áhorf. Í öðru þeirra má sjá starfsmenn Domino’s á Íslandi reyna við fyrirsætustörf en í hinu eiga áhorfendur að giska hver af þremur pizzabökurum er sá hraðasti hér á landi.

@dominos_icelandSumir elda pizzur á meðan aðrir eru model, starfsmenn Domino’s eru bæði ✨

♬ original sound – Eleanor Handley

@dominos_icelandSumir elda pizzur á meðan aðrir eru model, starfsmenn Domino’s eru bæði ✨

♬ original sound – Eleanor Handley

Eitt myndbandið vakti svo enn meiri athygli en það hefur fengið rúmar 11 milljón áhorf. Í því myndbandi má sjá pizzubakara Domino’s á Íslandi sýna listir sínar en hann útbýr pizzu með sósu og osti á einungis 17 sekúndum.

Þessi tilþrif vöktu hrifningu notenda á TikTok sem kepptust við að skrifa athugasemdir og hrósa hraðanum. Margir bölvuðu svo Domino’s í sínu heimalandi fyrir langan afhendingartíma.

@dominos_icelandReply to @footy.wrld10♬ original sound – Judson Osborn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða

Kærastan horfir á klám og notar kynlífstæki – Kærastinn ósáttur og leitar ráða
Fókus
Í gær

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“

Fékk skilaboð frá móður manns eftir hryllilegt stefnumót – „Það er ekkert grín þegar kemur að ástarlífi sonar míns“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met

Leynilöggan halar inn tugi milljóna og slær 15 ára met
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“

Kolbeinn Tumi svarar fyrir þrálátan orðróm – „ Nú er þetta eiginlega komið gott“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“

„Dagurinn sem ég næstum því dó var í raun dagurinn sem ég lifnaði við“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna

Saklaus spurning manns um kynlíf sprengdi internetið – Kynlífsfræðingurinn segir þetta ástæðuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“

Er glugginn í alvörunni að snúast? – „Þessi sjónhverfing eyðilagði heilann í mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik

Kemur furðulegri kynlífsathöfn til varnar – Gefur kærastanum brjóst í forleik