fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Lisa og eiginmaður hennar eru saman öllum stundum – Kemur með ráð til að láta það virka

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 17. september 2021 16:30

Lisa og Johnny hafa verið saman síðan árið 1999. Myndin af þeim sem er til hægri er með þeim fyrstu sem tekin var af þeim saman. Myndir: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velska söngkonan Lisa Scott-Lee fagnaði nýlega 17 ára brúðkaupsafmæli með eiginmanni sínum, enska söngvaranum Johnny Shentall-Lee. Lisa og Johnny reka saman leiklistarskóla og eru því saman nánast allan sólarhringinn, þau vinna saman og búa saman.

Það að vera saman allan sólarhringinn alla daga vikunnar getur eflaust tekið á sum pör en Lisa er með ráð til að láta það virka.

„Við höfum gert reglu um að það megi ekki tala neitt um starfið í svefnherberginu,“ segir Lisa í samtali við The Sun. Þá bætir hún við að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur til að halda rómantíkinni og vinnunni frá hvoru öðru.

Lisa og Johnny kynntust skömmu fyrir síðustu aldamót en þá var Johnny að sækja um að vera bakgrunnsdansari með hljómsveit Lisu, Steps. „Ég var yfir mig hrifin og svo dansaði hann og það var augnablikið sem hann náði mér. Ég varð hrifin af honum um leið,“ segir Lisa.

5 árum eftir að þau kynntust þá giftu þau sig og eftir það komu svo börnin þeirra tvö, Jaden, sem nú er 13 ára gamall, og Star Lily, sem er 11 ára gömul. Þau búa nú í Dubai og hafa gert það síðan árið 2011 en árið 2014 komu þau leiklistarskólanum sínum á laggirnar þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“