fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Sláandi „fyrir og eftir“ mynd söngkonu – Var við dauðans dyr

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. september 2021 15:30

Fyrir og eftir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Michelle Heaton deildi átakanlegri mynd af sér sem var tekin fyrir aðeins tuttugu vikum síðan. Myndin er frá tímabili þar sem hún var djúpt sokkin í áfengis- og vímuefnaneyslu. Í dag er hún edrú og þakkar eiginmanni sínum og vinum fyrir að hafa gripið inn í aðstæður og komið henni í meðferð.

Michelle, 42 ára, gerði garðinn frægan með bresku poppsveitinni Liberty X upp úr aldarmótum. Hún viðurkenndi fyrr á árinu að hafa verið við dauðans dyr eftir að hafa innbyrt áfengi og kókaín á hverjum degi í þrjú ár. Hún segir að það sé afskiptum eiginmanns hennar og vinkvenna að þakka að hún sé enn á lífi.

„Þessi mynd er ekki til að sjokkera, þetta VAR minn raunveruleiki. Fyrir tuttugu vikum þá var þetta ég. Ónýt, ónæmiskerfið mitt var að slökkva á sér. Seinni myndin er ég í dag. Sterk, hamingjusöm, heilbrigð,“ segir hún.

„Í dag er edrúdagur í Bretlandi og það hvetur okkur til að fagna edrúlífi og vekja athygli á fíkn.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Michelle Heaton (@wonderwomanshel)

Michelle vill fræða fólk um fíkn og berjast gegn fordómum.

„Í dag er ég sterkari á líkama og sál en ég hef nokkurn tíma verið. Einn dagur í einu. Til fólk sem glímir við fíkn – þá er hjálp þarna úti,“ segir hún.

Í maí á þessu ári opnaði Michelle sig um fíkn sína, aðeins 36 tímum eftir að hún kom úr meðferð. Í samtali við The Sun sagðist Michelle hafa drukkið tvær vínflöskur og eina vodkaflösku nánast á hverjum degi, auk þess að innbyrða kókaín.

Hún var við dauðans dyr en gat ekki viðurkennt það fyrr en hún fór í meðferð. „Það var timabil þar sem ég sagði: „Ég ætla ekki að fara.“ Besta vinkona mín lét mig heyra það og sagði: „Michelle – þú ert að deyja.“ Þetta var sameiginlegt átak vina minna sem vildu sjá mig lifa,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“