fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

„Skyndilega þremur mánuðum seinna var eins og ég hefði verið kýld niður“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. ágúst 2021 12:30

Sigrún Ásta Jörgensen. Mynd/Sigga Ella

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Ásta Jörgensen, stílisti og förðunarfræðingur, greindist með Covid-19 í fyrra. Hún varð ekki mjög veik en glímdi við mikil eftirköst  sem leiddu til þess að hún fór í endurhæfingu á Reykjalundi. Hún segir frá þessu í forsíðuviðtali Vikunnar.

Sigrún smitaðist eftir snjóbrettaferð í Ölpunum í Austurríki. „Þegar við komum heim var ég slöpp í tvo daga, svitnaði rosalega mikið en fékk aldrei háan hita. Mér leið samt eins og ég væri með mikinn hita. En svo var þetta bara búið. Í þrjár vikur á eftir var ég samt mjög þreytt og missti allt bragð- og lyktarskyn,“ segir hún í viðtalinu.

„En skyndilega þremur mánuðum seinna var eins og ég hefði verið kýld niður. Ég varð aftur mjög þreytt og gat sofnað standandi, hélst varla uppi heilan dag og mér fannst mjög einfaldir hlutir mjög erfiðir. Það sem mér kannski fannst líka erfiðast var þessi mikla heilaþoka sem var yfir manni allan daginn og gat ekki hrist af sér.“

Sigrún segir að hún hafði aldrei fundið fyrir svona heilaþoku áður. Hún viðurkennir að þetta voru mikil viðbrigði, að fara úr því að vera alltaf svo orkumikil og aktíf í að vera svona orkulaus og þreytt.

Fleiri einkenni gerðu vart fyrir sig og undirliggjandi kvillar blossuðu upp. Hún fékk exem og IBS (irritable bowel syndrome). Hún var einnig komin á astmalyf og lyktar- og bragðskynið hennar breyttist og hefur ekki enn komið allt til baka.

Sigrún fór í endurhæfingu á Reykjalundi og tókst að endurheimta orkuna og kraftinn á ný en þó ekki alveg. Hún finnur enn fyrir mikilli þreytu og þarf að skipuleggja sig vel.

„Mér finnst ég heppin að hafa komist í endurhæfingu og náð að yfirvinna afleiðingarnar þó þetta vel,“ segir hún.

Þú getur lesið viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar. Hún opnar sig einnig um andlát bróður síns og einelti sem hún varð fyrir af hálfu kennara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga
Fókus
Í gær

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar