fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fókus

Vigdís gefur stefnumótaráð á TikTok – „Þá er hann að gera það með öðrum stelpum líka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. ágúst 2021 15:30

Vigdís Howser. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Vigdís Howser Harðardóttir, sem gengur undir listanafninu Fever Dream, er byrjuð að gefa stefnumótaráð á TikTok. Í myndböndunum, sem hafa fengið allt að 20 til 30 þúsund áhorf, ráðleggur hún fólki að hætta að gráta yfir einhverjum sem hefur ekki áhuga á því. Hún deilir einnig því sem hún hefur lært um stráka og gefur einnig strákum ráð um hvernig þeir eiga að halda í „sætu sætu.“

Það sem Vigdís hefur lært um stráka

„Ókei stelpur hlustiði. Eitt sem ég er búin að læra um stráka er þetta. Ef hann er að gera eitthvað með þér í fyrsta skipti eins og eftirfarandi: Biðja þig um að senda myndir á snapchat, sofa hjá þér á fyrsta stefnumóti, sérstaklega ef hann segir að hann er ekki að gera þetta með neinum öðrum þá er hann klárlega að gera þetta með einhverjum öðrum. Því að gaurar sem eru að gera eitthvað með þér í fyrsta skipti eru að gera það með einhverjum öðrum. Það er bara þannig,“ segir hún og heldur áfram.

@kalladumighowserSorry lætin úti nàgrannar mínir eru working in these streets ##fyp ##foryou ##íslenskt ##sheincares ##dating ##icelandadventure ##trending♬ Ain’t Shit – Doja Cat

„Þannig ef hann er að senda þér typpamyndir og segir: „Ohh ég sendi aldrei svona myndir.“ Eða biður þig um að senda sér nektarmyndir á Snapchat. Þá er hann að gera það með öðrum stelpum líka. En ef hann vill taka því rólega og ekki sofa hjá þér í fyrsta skipti þá er hann ekki „for the streets.““

Þú ert allt of fokking hot

Í öðru myndbandi sem er stutt og laggott hvetur Vigdís fólk til að hætta að pæla í einhverjum sem er ekki að sýna því áhuga.

„Mundu beibí ef þau eru ekki að hafa samband þá eiga þau þig ekki fokking skilið. Þú ert allt of fokking hot,“ segir hún.

@kalladumighowserÞú ert alltof fkn h0t ##fyp ##transition ##EveryoneIsHappyNow ##selflove ##lgbtq ##foryou ##íslenskt ##dating♬ Beggin’ – Måneskin

Skilaboð til strákanna

Hér beinir hún orðum sínum til karlmanna.

„Hey strákar viljið þið sjá eitt hér? Halló! Viltu vera sæti sæti en ekki ljóti ljóti? Viltu vera góði góði en ekki heimski heimski? Hringdu þá í sætu sætu og segðu henni að hún sé gordjöss. Bjóddu henni á deit, bjóddu henni í ísbíltúr eða út að borða. Segðu henni að hún sé heit því hún á skilið að heyra það í dag. Hættu að skrolla í gegnum TikTok að skoða „titties and ass“ á gellum sem eru ekki sæta sæta,“ segir hún.

@kalladumighowserStrákar horfið og hlustið ##EveryoneIsHappyNow ##fyp ##fypsounds ##íslenskt ##Sheincares ##icelandadventure ##selflove ##dating♬ The Weekend – Radio Edit – Michael Gray

Þurrkaðu þessi tár

Síðasta ráðið sem við birtum er einfalt og nokkuð hvetjandi.

„Bíddu halló, er þetta sæta sæta að gráta yfir ljóta ljóta og heimska heimska. Þurrkaðu þessi tár og go out and slay honey,“ segir Vigdís.

@kalladumighowserVið erum ekki að gráta yfir meðalmennsku í dag ##fyp ##foryou ##selflove ##EveryoneIsHappyNow ##íslenskt ##dating ##icelandadventure ##Sheincares♬ The Weekend – Radio Edit – Michael Gray

Þú getur fylgt Vigdísi á TikTok með því að smella hér. Hún er einnig virk á Instagram og svo er hægt að hlusta á tónlistina hennar á Spotify og YouTube undir Fever Dream.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“

Hatari fór á skeljarnar í Sky Lagoon – „Hún gerir mig óskiljanlega hamingjusaman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna

5 algengar ástæður fyrir minni kynhvöt kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian höfð að háði og spotti

Kim Kardashian höfð að háði og spotti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“

Ástæðan fyrir því að Megan Fox klæddist gegnsæja kjólnum – „Það sem þú vilt, pabbi!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur

Slagsmál á rauða dreglinum – Þurfti að stía Conor McGregor og MGK í sundur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“

Sigga Dögg skrifar túrbók: „Ég er búin að taka fleiri klst af mér að setja upp álfabikar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“

Stöð 2 þættir Sunnevu Einars og Jóhönnu vekja úlfúð – „Skammarlegt og ömurlegt“ – „Þvílík vanvirðing“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi