fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Facebookvinakvótakóngar Íslands – Sjáðu hverjir mega ekki eignast fleiri vini

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. ágúst 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóst er að gæðum heimsins er misskipt og gildir það einnig um Facebook vini. Sumir eiga fáa, aðrir of marga. Eða að minnsta kosti of marga fyrir Facebook. Samfélagsmiðillinn leggur nefnilega þak á hve marga vini þú mátt eiga. Í mörg ár hefur það þak verið fimm þúsund, þegar þeim fjölda er náð getur fólk fylgt einstaklingum, eða einstaklingarnir búið sér til svokallaða „læk-síðu.“

Stjórnmálamenn hafa iðulega valið að fara þá leið að stofna slíkar síður. Aðrir sem ekki gegna slíkum embættum hafa einfaldlega látið sig hafa það að geta ekki eignast fleiri vini á Facebook. Þá hafa sumir lagst í grisjun, eytt þeim sem ekki eiga heima á vinalistanum og þannig freistað að skapa pláss á Örkinni fyrir nokkra betur valda.

DV tók saman lista yfir nokkra Facebook-vina kvótakónga.

Bogi Ágústsson

Bogi er fyrir löngu orðið stofudjásn Íslendinga, enda eini Íslendingurinn sem hefur án nokkurs vafa heimsótt hvert einasta heimili landsins, oft.

Bogi hefur þá getið sér gott orð á Facebook, en hann stjórnar nokkrum umræðuhópum, til dæmis um norræn og bresk stjórnmál. Þykir honum hafa tekist vel til við þá stjórn, en hóparnir eru með fáum sem ekki hafa verið herteknir af nettröllum og vitleysu. Herma heimildir DV, að það sé fyrst og fremst dyggri forystu Boga að þakka.

Þrátt fyrir að eiga fimm þúsund vini á Facebook, er morgun ljóst að Bogi á miklu fleiri vini en að í alvörunni.

Frosti Logason

Útvarpsmaðurinn geðþekki hefur verið fyrirferðamikill í fjölmiðlum, fyrst sem gítarleikari í hljómsveitinni Mínus og svo síðar í sjónvarpi og útvarpi sem dagskrárgerðarmaður. Þáttur Frosta og félaga hans, Mána, Harmageddon, hefur nú staðið í vel á annan áratug og er ekki farið að slá í þá bræður enn. Er vinafjöldinn vafalaust til marks um það.

Brynjar Níelsson

Löngu áður en Brynjar steig sín fyrstu skref í pólitík var Brynjar orðinn umtalaður. Brynjar hafði skotið sér á sjónarsviðið með vasklegri framgöngu í lögmennsku, en hann hefur verið verjandi í mörgum af umtöluðustu dómsmálum íslenskrar réttarsögu. Þá þótti Brynjar áhugaverður viðmælandi úr heimi lögmanna, enda lá hann ekki á skoðunum sínum.

Engin breyting varð á hreinskilni Brynjars þegar hann hóf feril í pólitík og hefur Facebook síða Brynjars verið uppspretta mikillar skemmtunar fyrir samherja Brynjars í pólitík en þar hefur hann látið pólitíska andstæðinga sína heyra það, hressilega. Brynjar lætur þá einn og einn mola úr heimilislífi sínu fylgja með sem hafa kætt þá ófáa. Það ætti því ekki að koma á óvart að eftirsóknarvert þyki að verða vinur Brynjars. Færri fá en vilja, og situr Brynjar uppi með hvellsprungna Facebook síðu.

Svala Björgvins

Sviðsljósin hafa skinið á Svölu frá blautu barnsbeini og ættu allir Íslendingar að þekkja hana. Þá hefur hún gert það gott með framkomu í sjónvarpsþáttum og lýst upp dimman jólamánuðinn með skínandi framkomu í jólatónleikum Björgvins Halldórs, sem er einmitt faðir Svölu.

Fimm þúsund manna vinalisti Svölu er bara einn af mörgum vitnisburðum um vinsældir söngkonunnar síkátu.

Logi Bergmann

Sjónvarpsmaðurinn Logi Bergmann hefur komið víða við, og eru fáir sem geta stjakað við fjölmiðlaferli hans, nema þá einna helst áðurnefndur Bogi Ágústsson. Logi hefur komið víða við og stjórnar nú útvarpsþætti á útvarpsstöðinni K100. Logi er giftur Svanhildi Hólm, sem landsmenn ættu einnig að þekkja af sjónvarpsskjánum.

Tengslanet Loga eftir áratugaferil í fjölmiðlum teygir sig víða, og eru fimm þúsund vinir á Facebook til vitnis um einmitt það.

Guðni Th. Jóhannesson

Disney sagan um prófessorinn sem hreif þjóð sína með sér í lið verður seint of oft sögð. Guðni hefur löngum verið þekkt stærð í íslenskri akademíu. Fjölmargar bækur eftir hann prýða nú bókahillur landans og er leitun að meiri sérfræðingi í íslenskri stjórnmálasögu.

Það var svo í tengslum við pólitíska jarðskjálftann sem fylgdi opinberun Panama skjalanna sem Guðni skaust af alvöru á sjónarsviðið. Kvöld eftir kvöld var Guðni mættur á skjáinn sem álitsgjafi um í hvaða áttir pólitíkin gæti þróast.

Fljótlega eftir það, þegar fyrir lá að Ólafur Ragnar myndi stíga til hliðar, tilkynnti Guðni Th. um framboð sitt í stútfullum sal í Gerðarsafni í Kópavogi. Guðni sigraði örugglega og er vafalaust fyrsti forseti Íslands með fimm þúsund vini á Facebook.

Helgi Seljan

Fáir, ef nokkrir, fjölmiðlamenn hafa vakið jafn mikið umtal með fréttum sínum og Helgi Seljan. Helgi hefur komið víða við og meðal annars stýrt útvarpsþáttum, og sagt fréttir á RUV. Hann er enn á RUV en sinnir fréttaskýringaþættinum Kveik.

Stærsta mál Helga er án nokkurs vafa Samherjamálið, svokallaða, en Helgi ásamt kollegum sínum hjá Kveik fletti ofan af hneykslismálinu. Fjölmargir hafa síðan verið handteknir vegna málsins, og eru enn fleiri með stöðu grunaðs í sakamálum víða um heim.

Samherji hefur síðan birt fjölmörg myndbönd þar sem vegið er að Helga og meðal annars keypt birtingar á Youtube fyrir þau myndskeið. Aðförin virðist lítið fá á Helga sem heldur ótrauður áfram með sín skrif, enda með fimm þúsund vini sér til stuðnings.

Margrét Gauja Magnúsdóttir

Margrét, eða Magga eins og hún er gjarnan kölluð, hefur komið víða við. Hún sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar en hún er hafnfirsk í húð og hár. Þá gerði Magga það gott í ferðaþjónustunni fyrir Covid, og sagði sagan að leitun væri að skemmtilegri jöklaleiðsögumanni á landinu. Það var einmitt í slíkri ferð sem Magga náði sér í Covid og kom hún reglulega fram í fjölmiðlum og lýsti veikindum sínum og langri batavegferð fyrir forvitnum Íslendingum. Þá fór hún fyrir hópi fjölmargra einstaklinga á Facebook sem fengið höfðu Covid og glímdu við eftirköst.

Margrét tók í fyrra við félagsmiðstöðinni Hamrinum í Hafnarfirði og stýrir hún henni nú. Samkvæmt heimildum DV er hún jafnframt farin að leiðsegja á jöklum landsins á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Strippstjarna YouTube leggur hælana á hilluna – Þetta er ástæðan

Strippstjarna YouTube leggur hælana á hilluna – Þetta er ástæðan
Fókus
Í gær

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið

Kærastinn talaði upp úr svefni og ljóstraði upp leyndarmáli sem eyðilagði sambandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristlín Dís hefndi sín á fyrrverandi elskhuga – „Ég var nefnilega alls ekki ólétt“

Kristlín Dís hefndi sín á fyrrverandi elskhuga – „Ég var nefnilega alls ekki ólétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt merki Háskóla Íslands vekur furðu og úlfúð – „Þetta er hræðilegt… langar að fara að gráta“ 

Nýtt merki Háskóla Íslands vekur furðu og úlfúð – „Þetta er hræðilegt… langar að fara að gráta“