fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Kynlífssérfræðingur segir alla eiga að hætta þessum slæma sið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 16. ágúst 2021 19:30

Nadia Bokody.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífssérfræðingurinn Nadia Bokody segir að að fólk þurfi að hætta að gera eitt og það strax þegar kemur að kynlífi.

Nadia er vel þekktur kynlífssérfræðingur í Ástralíu og skrifar reglulega pistla sem vekja mikla athygli á news.au.

Í nýjasta pistlinum segir hún að það við séum öll sek um slæman sið þegar kemur að kynlífi. Hún segir að eitt af því versta sem við getum gert er að bera okkur saman við fyrrverandi bólfélaga maka okkar.

Samkvæmt Nadiu tengist þetta óöryggi en einnig sjálfsdýrkun. „Við þurfum að vita að við séum það besta sem komið hefur fyrir maka okkar. En málið er að fæst okkar eru það og það er í lagi,“ segir hún.

Nadia vitnar í könnun frá Elite Singles þar sem kemur fram að um 30 prósent kvenna og 21 prósent karla bera kynlíf með núverandi saman við kynlíf með fyrrverandi.

Hún vitnar einnig í rannsókn sem birtist í European Journal of Social Psychology. „Karlmenn eru óöryggir í sambandi upplifa minni kynlífsslöngun heldur en þeir sem eru öryggir,“ segir hún.

Nadia segir að áherslur kvenna og karla séu ólíkar. Karlmenn spá helst í hvernig typpastærð þeirra sé samanborið við fyrrverandi hjásvæfur á meðan konur spá í því hvernig þær lykta og líta út. „En það sem við eigum öll sameiginlegt er að spá í það hvort okkur tekst að veita maka okkar ánægju,“ segir hún.

Nadia vitnar í Christopher Brett-Renes, kynssálfræðing (e. psychosexual therapist) sem segir að samtöl um kynlíf með fyrrverandi geti verið skaðleg fyrir sambandið og fólk eigi að forðast þau.

„Fólk gleymir því oft að fyrrverandi er fyrrverandi af ástæðu og það skiptir ekki máli hvernig kynlífið var. Ekki leyfa óöryggi þínu að skemma sambandið. Makinn þinn er með þér,“ segir Christopher.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát