fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Róbert Gíslason: „Ég átti versta dag lífs míns“ – Sonur Gísla Rúnars gerir upp lát föður síns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 31. júlí 2021 10:00

Róbert Gíslason. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Gíslason, sonur listamannsins ástsæla, Gísla Rúnars Jónssonar, gerir upp lát föður síns í helgarviðtali við Fréttablaðið.

Gísli Rúnar lést fyrir réttu ári síðan en hann tók eigið líf. Róbert kom að föður sínum látnum og í viðtalinu fer hann í gegnum það áfall sem þessi lífsreynsla var og hvernig hann hefur unnið sig í gegnum hana.

„Þennan dag hrundi ekki bara heimurinn minn gersamlega. Heldur hrundi bara allur heimurinn á svo óhuggulegan hátt að það eigin­lega bara … ég get ekki alveg lýst því. Allt gjörsamlega bara hrundi og ég fann fyrir mikilli breytingu, einhvern veginn, bara á því hvernig ég upplifði allt. Ég var í sjokki bara.“ segir Róbert, og enn fremur:

„Ég var eins og í sprengjulosti að því leyti að skelin mín var svoleiðis hrist og allt inni í henni í henglum. Ég held að kannski svona fyrstu fjóra mánuðina hafi ég bara verið í „shell shock“ eins og hermenn lýsa. Þótt maður beri þetta ekkert saman. Ég hef aldrei verið í neinu stríði.

Óhuggulegast finnst mér að ég gerði mér í rauninni ekkert grein fyrir hvað ég var virkilega hristur. Ég var eiginlega bara sannfærður um að ég væri að höndla þetta mjög vel og fékk svona einhverja ábyrgðartilfinningu.“

Gísli Rúnar Jónsson.

Bar ekki þjáninguna utan á sér

Gísli Rúnar er í hópi þekktra gleðigjafa sem dylja kvölina í eigin sál á meðan þeir fá samferðafólk sitt til að brosa og hlæja. Í viðtalinu er þessu hlutskipti líkt við örlög bandaríska leikarans Robin Williams, sem tók eigið líf, og Jim Carrey sem hefur fengið heimsbyggðina til að hlæja í áratugi á meðan hann hefur glímt við kvíða og þunglyndi.

Róbert segir enn fremur um föður sinn:

„Hann var alltaf virkilega að passa upp á að maður hefði alltaf gaman og að manni liði eins og það væri hlustað á mann. Hann hlustaði mikið, ólíkt mörgum fullorðnum sem hlusta ekki á börn. Hann lét mann alveg finna það að hann hlustaði, skildi og hafði áhuga á því sem maður var að segja. Þótt maður væri bara krakki að segja einhverja vitleysu.“

Samdi lag um föður sinn

Róbert er líkur föður sínum í útliti og hefur samkvæmt viðtalinu erft margt annað frá honum, hæfileika, eiginleika og bresti. Hann greinir frá fíkn sinni og leiðinni til bata, edrúmennskunni, og biður um meiri skilning til handa þeim sem glíma við þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir. Hann segir ennfremur um föður sinn:

„Ég er ekki reiður út í pabba. Ég er ekki sár út í hann en mér líður mjög oft illa yfir því að hugsa um það hvað honum leið illa í alvörunni. Vegna þess að ég veit honum leið svo virkilega, óhuggulega illa.“

Róbert er tónlistarmaður og gengur undir listamannsnafninu Royal. Hann hefur gefið út lagið „Gat ekki meira“ sem fjallar um föður hans og má hlusta á hér í gegnum Spotify.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“