Poppstjarnan Demi Lovato hefur undanfarin ár vakið mikla athygli fyrir tónlist sína en hán tók þó sín fyrstu skref í átt að frægðarstjörnunni með því að leggja stund á leiklist. Nýverið var hán við tökur á nýjum þáttum sem nefnast Hungry en um er að ræða skemmtiþætti sem tengjast matseld.
Demi opnaði sig um það á samfélagsmiðlinum Instgram í vikunni að hán hafi verið að leika í fyrstu kynlífssenunni sinni. Hán segist hafa fundið fyrir kvíða áður en upptakan á senunni hófst en um leið og hán byrjaði hvarf allur kvíði á brott. Demi segir að það hafi verið hinum leikurunum og starfsfólkinu að þakka að sér hafi liðið svona vel.
„Þurfti að taka upp kynlífssenu í dag. Fyrsta kynlífssenan mín! Ég fann fyrir smá kvíða þegar ég var að byrja en fagmennskan hjá hinum leikurunum og starfsfólkinu var svo góð að ég varð strax rólegri. Þá hugsaði ég hvað ég væri stolt af mér fyrir að líða nógu vel í eigin skinni til að gera þetta. Ég sýndi sjaldan á mér hendurnar… núna er ég í þessu!“ segir Demi í færslunni en á myndinni er hán í ermalausum bol. „Mér líður ekki alltaf nógu vel í eigin skinni svo þegar mér líður vel og mér fynnst ég nógu kynæsandi til að birta svona mynd þá geri ég einmitt það!“
Að lokum fagnar hán jákvæðri líkamsímynd og vandræðalegri en um leið fyndri kynlífssenu.
View this post on Instagram