fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 19. júlí 2021 10:12

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Freyr Einarsson er hefur verið edrú í 14 ár en hann ólst upp við mikið ofbeldi og erfiðar aðstæður. Fólk í nærumhverfi Baldurs glímir einnig við fíknivandamál. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Það er von.

„Ég var búinn að lenda í öllum tegundum ofbeldis fyrir 10 ára aldur,“ segir Baldur þegar hann talar um æskuárin í Keflavík. „Eina sem var nóg af var sársauki.“

Þegar Baldur fór að nota hugbreytandi efni af einhverri alvöru um fermingaraldur varð hann háður því strax að finna flóttann frá kvíðanum og vanlíðaninni. Uppvöxturinn var óhefðbundinn, vægast sagt, og bjó Baldur einn þegar hann var á síðasta ári í grunnskóla og stundaði námið því ekki heldur jókst neyslan.

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór,“ segir hann en þetta voru fyrirmyndir hans á yngri árum. Hann fetaði sama veg og fór að stela, neyta fíkniefna og mikið ofbeldi var allt í kringum hann.

Fyrsta innlögn Baldurs á Vog var einungis til að sleppa við að fara á geðdeild eftir eina af mörgum sjálfsvígstilraun.

„Mér leið eins og algjörum lúser, ég gat ekki einu sinni kálað mér,“ segir hann um eina af sjálfsvígstilraunum sína.

„Ég tók meðvitaða ákvörðun inni á Vogi að fara í sprautuneyslu, ég gerði það og beitti hrottalegu ofbeldi á sama tíma, við vorum bæði hættulegir sjálfum okkur og öðrum,“ segir Baldur en að hans sögn var ofbeldið oft réttlætt þar sem hann beitti einungis fólk ofbeldi sem átti það skilið samkvæmt hans bókum.

Baldur, ásamt félaga sínum, urðu ungum manni að bana í miðbænum. „Ég grét bara, maður hefði kannski gengið svona langt í ofbeldi ef hann hefði gert eitthvað en ekki í einhverjum slagsmálum niðri í bæ,“ segir hann.

Baldur talar um hvernig fólk í virkri neyslu réttlætir fyrir sér neysluna.

„Ég vildi vera í skólanum, þá fékk ég bara 4000 krónur á viku, þá þarf maður auðvitað að redda sér pening. Ég fór þá strax að flytja inn kókaín á Hraunið,“ segir hann en á sínu neyslu tímabili var hann ofbeldisfullur eiturlyfjasali, rak vændishús og sat inni fyrir að verða manni að bana.

Í dag tileinkar hann lífi sínu til að aðstoða aðra við að ná bata með aðstoð Guðs. Líf hans hefur ekki verið dans á rósum eftir að hann varð edrú en hann hefur gengið í gegnum mörg erfið áföll en hann komst í gegnum þau án þess að flýja aftur í neyslu.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Í gær

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum