fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Siðblinda fegurðardrottningin – „Ég hef gert ljóta hluti en ég reyni að vera góð manneskja“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 9. júní 2021 13:19

Kanika hefur haldið framhjá öllum kærustunum sínum, nema þeim núverandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar við heyrum hugtökin „siðblindingi“ og „sjálfsdýrkandi“ (e. narcissist) þá koma örugglega ýmsar neikvæðar staðalímyndir upp í hugann. En kona ein vill breyta því. Hún er með andfélagslega persónuleikaröskun (ASPD) og sjálfsdýrkunar persónuleikaröskun (NPD).

Kanika Batra var ein af efstu keppendum Miss World Australia 2021. Hún var greind með ASPD þegar hún var 21 árs. Í dag er hún 26 ára og vill vekja fólk til umhugsunar um viðhorf þeirra til einstaklinga með slíkar persónuleikaraskanir.

Ekki vondur harðstjóri

Kanika rifjar upp þegar henni leið eins og hún væri „tóm að innan“ og hélt hún væri þunglynd. Hún fékk aðstoð frá geðlækni sem greindi hana með ASPD og NPD. „Læknirinn virkilega hjálpaði mér. Ég var frekar hissa yfir ASPD greiningunni,“ segir hún í myndbandi á YouTube.

„Ég hugsaði að þetta gæti ekki verið rétt. Ég er ekki svona. Ég er ekki vondur harðstjóri eða eitthvað svoleiðis.“

Kanika leitaði til fleiri geðlækna til að fá annað álit. Allir sögðu það sama og sá fyrsti. Hún hefur nú tekið greiningar sínar í sátt og upplýsir fólk um hvernig það er að lifa með ASPD og NPD í myndböndum á YouTube. Hún viðurkennir að hún hefur gert margt ljótt í fortíðinni og sært aðra. Eins og að halda framhjá þremur af fimm fyrrverandi kærustum.

Kanika segist ekki fá eftirsjá eða samviskubit yfir því sem hún gerir. Hana skortir einnig samkennd en hún segir að það þýði þó ekki að hún sé í eðli sínu vond manneskja.

„Ég veit að þetta hljómar hræðilega en upplifun mín af ASPD er þveröfug við það sem við sjáum í sjónvarpinu. Ég sit ekki heima hjá mér að leggja á ráðin um morð eða bankarán, ég er heima hjá mér að kljást við þunglyndi og kvíða því það er erfitt fyrir mig að tengja við aðra,“ segir hún.

„Ég skil að þér líður á einhvern hátt, en ég get ekki tengt við það. En munurinn á góðri og vondri manneskju er ákvarðanir sem manneskjan tekur, ekki samkennd. Fólk með samkennd gerir líka alveg ógeðslega hluti, eins og að fremja ástríðuglæpi.“

Kanika segist stöðugt reyna að vera góð manneskja. „Ég kýs að halda ekki framhjá makanum mínum. Ég kýs að vera ekki ofbeldisfull. Ég kýs að vera ekki ömurleg manneskja,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu