fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fókus

Áhrifavaldur sýndi sitt raunverulega útlit eftir að hafa verið mynduð í laumi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að margt sem við sjáum á samfélagsmiðlum er lygi. Myndum er breytt í forritum eins og Photoshop og FaceTune. Það leiðir til þess að fólk ber sig saman við óraunhæfa fegurðarstaðla og getur það haft verulega neikvæð áhrif á líkamsímynd, sérstaklega ungra kvenna.

Khloé deildi myndinni til vinstri á Instagram. Myndin til hægri er skjáskot úr Keeping Up With The Kardashians.

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið fyrir að breyta myndunum sínum. Netverjar hafa einnig gagnrýnt alla Kardashian-Jenner fjölskylduna fyrir að hafa tekið þátt í að setja svo óraunhæfa fegurðarstaðla fyrir konu rða þær eigi sjálfar erfitt með að fylgja þeim.

Sýndi sitt raunverulega útlit

Það er því vert að rifja upp þegar kínverski áhrifavaldurinn @Coeyyyy steig fram fyrir ári síðan og sýndi hversu öflug þessi forrit geta verið.

Hún deildi nokkrum myndum og sýndi aðdáendum sínum hvernig hún lítur út ef hún breytir ekki myndunum sínum.

Hún sagðist hafa ákveðið að sýna fylgjendum sínum sitt raunverulega útlit eftir að hún var mynduð án hennar vitneskju.

„Ég hef ekki verið í besta skapinu eftir að ég var mynduð í laumi. En eftir að hafa skoðað valkosti mína þá ákvað ég að deila myndunum,“ sagði hún.

Það er mikill munur á myndunum og mætti segja að hún sé nær óþekkjanleg. Hún lét sig virðast vera grennri og breytti einnig andliti sínu áður en hún deildi myndum á samfélagsmiðlum.

Það er ekki ljóst hvaða forrit hún hefur notað en FaceTune er mjög vinsælt meðal áhrifavalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix

Rödd Kötlu – Eldfjallið Katla hefur nú rödd þar sem virknigögnum hennar hefur verið breytt yfir í tónverk af Högna Egilssyni og Netflix
Fókus
Í gær

Solla í Gló setur höllina á sölu fyrir 137 milljónir – Sjáðu myndirnar

Solla í Gló setur höllina á sölu fyrir 137 milljónir – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar úr stjörnuprýddri útskriftarveslu Sunnevu Einars – Samstarf og spons frá mörgum fyrirtækjum

Sjáðu myndirnar úr stjörnuprýddri útskriftarveslu Sunnevu Einars – Samstarf og spons frá mörgum fyrirtækjum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Steig upp í bílinn hjá hjónunum til að fá far – Losnaði ekki úr prísundinni fyrr en 7 árum síðar

Sakamál: Steig upp í bílinn hjá hjónunum til að fá far – Losnaði ekki úr prísundinni fyrr en 7 árum síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill láta eyða öllum klámmyndböndunum – „Ég myndi fórna öllu til að fá virðingu mína aftur“

Vill láta eyða öllum klámmyndböndunum – „Ég myndi fórna öllu til að fá virðingu mína aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skildi ekkert í því að henni fannst hún vera grönn suma daga en aðra ekki – Ástæðan felst í nýju íbúðinni

Skildi ekkert í því að henni fannst hún vera grönn suma daga en aðra ekki – Ástæðan felst í nýju íbúðinni