fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þegar stjörnurnar vilja ekki taka upp kynlífsatriði sér hún um það

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 5. júní 2021 20:30

Kerri Parker.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum öll heyrt um áhættuleikara, staðgenglar stjarnanna í áhættuatriðum. En svo er önnur tegund af staðgenglum, þeir sem sjá um kynlífsatriðin sem stjörnurnar vilja ekki taka upp. Kvikmyndastjörnurnar sem þú hefur séð margoft í myndum en myndir aldrei kannast við úti á götu.

Kerri Parker deilir leyndarmálum starfsgreinarinnar í viðtali við Fabulous Digital.

Kerri hefur verið staðgengill fyrir stórstjörnur eins og Megan Fox og Cate Blanchett. Hún var einnig staðgengill fyrir Jessicu Raine í kvikmyndinni Robin Hood árið 2010.

Jessica í Robin Hood (2010).

„Ég hitti karlkyns staðgengillinn tíu mínútum áður en við klifruðum upp í rúm, umvafin loðfeldi. Þetta er frekar vandræðalegt. Eina mínútuna eruð þið að heilsast og næstu mínútuna eruð þið að horfa vonaraugum á hvort annað og þykjast njóta ásta,“ segir hún.

„Eftir að leikstjórinn var búinn að koma okkur í stellingar í rúminu þá settum við „nándar púða“ (e. intimacy cushion) á milli okkar. Þessir púðar eru notaðir til öryggis ef leikari getur ekki haft stjórn á sér. Það getur gerst og púðarnir eru notaðir svo öllum líður vel.“

Kerri er með nokkur góð ráð. „Ég hef alltaf áhyggjur af slæmum andardrætti þannig ég er með myntur í brjóstarhaldaranum og fæ mér reglulega á meðan tökur standa yfir.“

Keri Parker/Fabulous Digital

„Oftast liggurðu bara þarna og ert að tala um veðrið. Það er frekar erfitt að láta eins og þú sért kynþokkafull á meðan allt tökuliðið er að horfa,“ segir hún.

Kerri segir einnig frá því þegar hún var staðgengill fyrir Cate Blanchett. Þó svo að það bregði aðeins fyrir henni í nokkrar sekúndur í myndinni þá tók það marga mánuði fyrir hana að undirbúa sig fyrir hlutverkið.

„Ég æfði stíft, passaði upp á mataræðið og skoðaði myndir af Cate til að vera viss um að ég væri í sömu hlutföllum,“ segir hún.

Kerri segir að fólk horfir á hana og búist ekki við að hún sé með fleiri hæfileika, sem er langt frá því að vera satt. „Ég er klifurkennari, áhættuökumaður, ég get skotið alls kyns vopnum, ég er með svarta beltið í karate og er atvinnukafari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar