fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

„Fræga móðir ársins“ var við dauðans dyr – „Ég skammaðist mín fyrir að vera á meðal þeirra en ég var ein af þeim“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 5. júní 2021 22:00

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Michelle Heaton, sem var meðlimur í hljómsveitinni Liberty X, segist hafa verið við dauðans dyr eftir að hafa verið á fullu í kókaíni og áfengi stanslaust í þrjú ár.

Nýlega fór Michelle í meðferð vegna fíkniefnavandans en einungis 36 klukkustundum eftir að meðferðinni lauk var The Sun búið að taka langt og ítarlegt viðtal við hana. Í viðtalinu er fjallað um fíknina og það sem varð til að hún fór í meðferð til að sigrast á henni.

Félagar Michelle í skemmtibransanum sannfærðu hana um að fara í meðferð. Raunveruleikastjarnan Katie Price var fremst í flokki þeirra sem fengu hana til að sigrast á fíkninni. „Ég sendi Katie skilaboð þegar ég var í meðferðinni. „Þú bjargaðir lífi mínu,“ sagði ég, því meðferðin bjargaði mér,“ segir Michelle.

„Það sem ég var að gera var sjálfsmorðsleiðangur. Ég hugsaði aldrei í alvörunni að ég vildi fremja sjálfsmorð en ég var að lokum að gera nákvæmlega það. Ég þurfti svo á hjálpinni að halda en ég gat ekki beðið um hana. Þegar þú ert fíkill er eins og það sé engin leið út.“

Michelle segist hafa drukkið allt að 2 flöskur af víni og eina flösku á nánast hverjum degi síðan árið 2018. Þá var hún einnig að fá sér kókaín með því. „Það var augnablik þar sem ég vildi ekki fara í meðferðina. Besti vinur minn horfði þá á mig og sagði mér að ég væri að deyja.“

„Ég gat ekki grátið, syrgt eða beðið um hjálp“

Michelle er tveggja barna móðir en hún öðlaðist frægð þegar hún tók þátt í þáttunum Popstars sem ITV sýndi árið 2000. Ári seinna stofnaði hún Liberty X ásamt Tony Lundon, Kevin Simm, Jessica Taylor og Kelli Young. Eftir að hljómsveitin hætti störfum árið 2007 fór Michelle í að skrifa og vinna í sjónvarpi.

Árið 2012 hrundi líf hennar þegar hún komst að því að hún bar hið stökkbreytta BRCA2 gen. Genið gerir það að verkum að það eru 85% meiri líkur á að hún gæti fengið brjóstakrabbamein og allt að 40% meiri líkur á leghálskrabbameini. Michelle ákvað því að fara í brjóstnám og legnám til að koma í veg fyrir að hún fengi krabbamein.

Þetta olli mikilli vanlíðan hjá Michelle. „En mér leið eins og ég þyrfti að lifa með sársaukanum og þessari vanlíðan því ég tók þessa ákvörðun sjálf. Ég gat ekki grátið, syrgt eða beðið um hjálp og ég fór ekki til sálfræðings,“ segir hún en á þeim tímapunkti leitaði Michelle í fíkniefnin.

„Mér leið eins og ég væri slæm móðir – sú versta“

Michelle var kosin sem „fræga móðir ársins“ árið 2014 en henni leið ekki eins og hún ætti titilinn skilið þegar hún var komin í neysluna. Hún skammaðist sín fyrir að hafa látið eiginmann sinn til 11 ára, Hugh, ala upp börnin þeirra nánast sem einhleypt foreldri árum saman.

„Mér leið eins og ég væri slæm móðir – sú versta. Ég er heppin að ég á svona yndisleg börn. Þau vilja bara sjá móður sína líða vel og að hún sé skemmtileg. Þau vilja að ég spili fótbolta með þeim, að ég lagi á þeim hárið. Það voru þessir einföldu hlutir sem ég gat ekki gert fyrir þau,“ segir hún.

Þá segir Michelle að hún hafi aldrei sett þau í neina hættu. „En þau sáu mig í þessu ástandi og voru áhyggjufull um mig og veltu því til dæmis fyrir sér hvers vegna ég öskraði. Eiginmaðurinn minn velti því fyrir sér hvort ég yrði lifandi þegar hann myndi vakna næsta dag.“

„Ég skammaðist mín fyrir að vera á meðal þeirra“

Michelle segir í viðtalinu frá einum af hennar verstu augnablikum en það átti sér stað fyrir 5 mánuðum síðan. Þá var hún búin að djamma harkalega rétt áður en hún átti að fara upp á svið í Liverpool-borg. „Það voru 5 mínútur í að þetta átti að byrja og ég var virkilega veik. Ég öskraði á hjálp og datt á gólfið. Mér var svo kalt, ég gat ekki staðið upp eða hreyft hausinn minn. Ég gat ekki farið upp á svið og mér leið ömurlega.“

Þá var farið með hana upp á sjúkrahús. „Ég var í herbergi með fólki sem leit út eins og alkóhólistar og fíklar – blóð, vond lykt og óhreinindi,“ segir hún. „Ég skammaðist mín fyrir að vera á meðal þeirra en ég var ein af þeim.“

„Ég mun aldrei snerta eiturlyf eða áfengi aftur“

Fjárhagur fjölskyldu Michelle var orðinn verri á þessum tíma, bæði út af samkomutakmörkunum og því orðrómur um neysluna hennar var farinn að dreifast í skemmtanabransanum. Allt í einu fór hún ekki að fá nein boð um störf lengur. „Ég var orðin óáreiðanleg, ég kom seint og missti störf sem ég sóttist eftir að fá.“

Í dag er Michelle edrú en hún segist ekki vorkenna sjálfri sér. Hún er þakklát fyrir að heilsan sé betri og hún vonast til þess að hún nái að blása lífi í ferilinn sinn. „Ég mun aldrei snerta eiturlyf eða áfengi aftur því þá mun ég deyja,“ segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar