fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Jón Bjarni útskýrir hvernig unglingar í dag falsa skilríki – Ekki gert með Photoshop

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 29. júní 2021 11:30

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Bjarni Snorrason er aðeins sautján ára gamall en nýtur mikilla vinsælda á Twitter. Hann er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Í ljósi ungs aldurs Jóns Bjarna þurftu þær leyfi forráðamanna hans fyrir spjallinu.

Í þættinum ræða þau um fölsuð stafræn skilríki unglinga og þá sérstaklega frétt Vísis um málið sem blaðamaðurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Snorri Másson skrifaði. Í greininni var farið yfir hvernig ungmenni í dag falsa skilríki og báðu þáttastjórnendur Jón Bjarna um að útskýra nánar hvernig unglingar  í dag bera sig að við þá iðju.

„Á ég að útskýra, á ég að afhjúpa nokkra unglinga,“ segir hann.

Jón Bjarni segir að í frétt Vísis hefði verið greint frá því að unglingar væru með „photoshoppaðar“ myndir. En hann segir að það sé hægt að fá þetta í símann sinn eins og rafræn skilríki. Apple notendur fá skilríki, kort og flugmiða í „Wallet“ í símanum og segir hann að það sé auðveldlega hægt að falsa skilríki þannig.

„Ég hef aldrei pælt í þessu, bara séð þetta í símanum hjá vini mínum,“ segir hann og bætir við að þetta sé gert eins og flugmiði.

„Allir unglingar vita þetta […] en ég held að fullorðna fólkið þekki þetta ekki alveg því í fréttunum kom fram að þetta væri unnið í myndvinnsluforritið á meðan þetta er skráð eins og flugmiði.“

Jón Bjarni segir að það sé engin leið til að sjá hvort þetta sé „feik“ eða ekki, nema fyrir lögregluna því hún getur skannað strikamerkið á skírteininu sem segir til um hvort það sé falsað.

Edda og Fjóla stinga þá upp á því að dyraverðir verði sér út um slíkan skanna til að koma í veg fyrir að unglingar fylli skemmtistaði bæjarins.

„Þegar ég skoða Story frá klúbbum frá fullorðnum, þá þekki ég annað hvert andlit þarna inni því þetta eru allt 17-18 ára dúddar,“ segir hann en bætir við að hann ætli ekki að nefna á hvaða stöðum þessir ungu krakkar séu.

Það virðist sem svo að umræðan um fölsuðu skilríkin hefði farið í taugarnar á netverjum á sama reki og Jón Bjarni. Þannig sá hann sig knúinn til að bregðast við færslum frá pirruðum jafnöldrum með neðangreindu tísti.

Þú getur hlustað á viðtalið við Jón Bjarna í heild sinni hér að neðan. Þau ræða einnig um aktívisma á Twitter og pabbahúmor Simma Vill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn

Vikan á Instagram – Hakkarinn setti strik í reikninginn
Fókus
Fyrir 1 viku

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“

„Þegar ég var lítill lék ég mér með hvítt efni í poka, ég ætlaði að verða eiturlyfjasali þegar ég yrði stór“