fbpx
Föstudagur 30.júlí 2021
Fókus

Afhjúpar lúmskar vísbendingar um að makinn sé að halda framhjá – Síminn segir mikið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. júní 2021 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sambandssérfræðingurinn Nicole Moore afhjúpar þrjú lúmsk merki sem benda til þess að makinn sé að halda framhjá. Hún gerir það í nokkrum myndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok sem hafa vakið mikla athygli.

Síminn kemur upp um hann

Nicole segir að sími makans getur sagt mikið um hann.

„Ef þeir breyta skjámyndinni (e. lock screen) á símanum. Hann var kannski með sæta mynd af ykkur tveimur saman og svo breytir hann allt í einu myndinni. Þú verður að hugsa af hverju, af hverju breytti hann myndinni,“ segir Nicole.

Ef hann breytir myndinni í einhverja svona venjulega, þá getur það verið merki um að eitthvað sé í gangi.

„Sérstaklega ef hann breytir myndinni í eitthvað eins og mynd af fossi eða tilvitnun. Það gæti verið að hann sé að breyta myndinni því hann vill ekki að einhver sjái að hann sé með þér.“

Nicole bætir við að hún tali af reynslu, fyrrverandi kærasti hennar sem hélt framhjá henni gerði þetta.

Lætur ekkert í sér heyra

Önnur vísbending um að makinn sé að halda framhjá er ef hann lætur ekki heyra í sér í langan tíma. „Og það er engin ástæða fyrir því,“ segir Nicole.

Hún segir að hún sé ekki að tala um ef makinn er að vinna eða í ræktinni heldur „þegar þú nærð ekki í hann í marga klukkutíma á fimmtudagskvöldi.“

Nicole mælir með að spyrja hann hvar hann hefur verið og ef hann fer í vörn þá er það oftast staðfesting á framhjáhaldi eða framhjáhaldshegðun.

Laumulegur með símann

Samkvæmt Nicole þá er það ekki gott merki ef kærastinn er mjög laumulegur með símann sinn.

Hún mælir með að segja: „Hey mig langar að nota símann þinn í svolítið.“

„Ef hann er ekki að fela neitt þá opnar hann símann og leyfir þér að nota hann,“ segir Nicole.

Myndbönd hennar hafa slegið í gegn hjá netverjum. Þú getur skoðað fleiri hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli

Britney Spears birti tvær brjóstamyndir og gerði allt vitlaust: Telja að um hulin skilaboð sé að ræða – Aðdáendur hennar ekki allir á sama máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það
Fókus
Fyrir 5 dögum

Poppstjarnan tók upp fyrstu kynlífssenuna sína – „Ég fann fyrir smá kvíða“

Poppstjarnan tók upp fyrstu kynlífssenuna sína – „Ég fann fyrir smá kvíða“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu

Rósa þarf að nota stóma eftir illvígt krabbamein – Hljóp 106 km í Hengill-Ultra utanvegahlaupinu
Fókus
Fyrir 1 viku

Bassi Maraj gefur út nýtt lag í tilefni Hinsegin daga

Bassi Maraj gefur út nýtt lag í tilefni Hinsegin daga
Fókus
Fyrir 1 viku

Óvenjuleg störf fegurðardrottningarinnar – „Ég myndi ekki hætta þó mér yrði boðinn allur heimurinn“

Óvenjuleg störf fegurðardrottningarinnar – „Ég myndi ekki hætta þó mér yrði boðinn allur heimurinn“