fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fókus

Þess vegna talaði Matthew Perry óskýrt í viðtalinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. júní 2021 11:15

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur höfðu miklar áhyggjur af Matthew Perry eftir að hann virtist tala óskýrt og „haga sér vandræðalega“ í viðtali við People sem kom út í síðustu viku.

Meðal þess sem netverjar bentu á var að Matthew stamaði nokkrum sinnum í viðtalinu, bar orð fram óskýrt á einum tímapunkti og starði stundum út í tómið.

Matthew hefur verið opinn um baráttu sína við fíkn í gegnum árin. Hann hefur farið þrisvar í meðferð.

Sjá einnig: Aðdáendur hafa áhyggjur af Matthew Perry eftir þetta viðtal – „Þetta brýtur í mér hjartað“

Heimildamaður tengdur stjörnunni sagði í samtali við The Sun að Matthew hefði gengist undir bráða tannviðgerð samdægurs og það hafði áhrif á líðan hans og talsmáta.

„Augljóslega vill enginn fara í tökur eftir aðgerð en það gerðist […] Matthew hefur sagt sínum nánustu að hann sé edrú og það sé engin ástæða til að hafa áhyggjur.“

Einhleypur á ný

Í gær greindi People frá því að Matthew væri búinn að slita trúlofun sinni við Molly Hurwitz. Þau byrjuðu saman árið 2018 og trúlofuðu sig í nóvember 2020. „Stundum ganga hlutirnir ekki upp,“ sagði Matthew um sambandsslitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Friends leikari með lífshættulegt krabbamein – „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu“

Friends leikari með lífshættulegt krabbamein – „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu“
Fókus
Í gær

Rukka 2.990 krónur fyrir ristað brauð með lárperu og eggi – „Ekki furða að maður eigi í vandræðum að kaupa sér íbúð“

Rukka 2.990 krónur fyrir ristað brauð með lárperu og eggi – „Ekki furða að maður eigi í vandræðum að kaupa sér íbúð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skildi ekkert í því að henni fannst hún vera grönn suma daga en aðra ekki – Ástæðan felst í nýju íbúðinni

Skildi ekkert í því að henni fannst hún vera grönn suma daga en aðra ekki – Ástæðan felst í nýju íbúðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði

Áhrifavaldur gerir sérfræðinga brjálaða með nektarmynd og „hættulegu“ ráði