fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Setti rakningarforrit í síma eiginmannsins – Ömurlegur sannleikur kom í ljós

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. júní 2021 15:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu nokkuri grunaði að eiginmaður hennar væri henni ótrúr svo hún tók til sinna ráða og hlóð niður rakningarforriti í síma hans. Hún gat þannig  lesið öll skilaboð mannsins og komst með þeim hætti að því að grunur hennar var á rökum reistur.

„Rakningarforritið sem ég setti í síma eiginmanns míns afhjúpaði samskipti hans við aðrar konur,“ segir kona í bréfi sínu til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

„Mig fór að gruna að ekki væri allt með felldu þegar hann var farinn að taka símann sinn með sér út um allt. Og ég hafði rétt fyrir mér. Hann hefur átt í tilfinningalegu ástarsambandi við eina konu og hefur sent yfir 20 öðrum konum myndir af kynferðislegum toga á Instagram.“

Konan er 32 ára og maðurinn er 28 ára. „Við höfum verið saman í sjö ár, gift í þrjú,“ segir hún.

Samþykkti ekki vinabeiðni hennar

„Hann hefur alltaf verið mjög laumulegur með samfélagsmiðla sína og það tók hann marga mánuði að samþykkja vinabeiðni mína. Þegar ég spurði hann út í það þá var hans afsökun að hann væri lítið að nota samfélagsmiðla. Það hefur gerst nokkrum sinnum að ég vakna á næturnar og hann er að skoða myndir af sætum stelpum.“

Einn daginn skildi maðurinn símann sinn eftir í eldhúsinu og konan tók þá til sinna ráða og hlóð niður rakningarforriti. „Forritið gerir mér kleift að lesa öll skilaboðin hans og ég uppgötvaði að hann væri að tala við allar þessar stelpur. Þetta hefur verið í gangi í rúmlega tvö ár. En það sem truflar mig mest er samband hans og nítján ára stelpu. Síðastliðið ár hefur hann sagst elska hana og í nýjustu skilaboðunum til hennar segist hann vera að bóka hótelherbergi fyrir þau. Hann er augljóslega að skipuleggja að gera samband þeirra líkamlegt.“

Konan segist vilja segja honum að hún viti af svikum hans og henda honum út. „En þá þarf ég að viðurkenna að hafa sett forritið í símann hans. Þar að auki missti hann vinnuna í Covid og á lítinn sparnað. Ég veit ekki hvað hann myndi gera ef ég myndi biðja hann um að fara. Er ég föst með honum á meðan hann sendir öðrum konum skilaboð þar til ég gríp hann glóðvolgan?“

Deidre svarar konunni og gefur henni ráð

„Þó svo að hlaða niður forritinu var brot á friðhelgi einkalífi hans þá er betra að þú vitir sannleikann um manninn sem þú ætlaðir að eyða lífinu með. Vertu hreinskilin við hann, það er verra ef hann finnur það[rakningarforritið] sjálfur. Þetta verður ekki ánægjulegt samtal,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir