fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Þess vegna birtir Ashley Graham nektarmyndir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 7. maí 2021 20:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Ashley Graham er harður málsvari jákvæðrar líkamsímyndar og draumur hennar er að öllum konum líði vel í eigin skinni, óháð stærð og vaxtarlagi. Hún hefur verið dugleg að breiða út boðskapinn, bæði í leik og starfi.

Hún er með tæplega 13 milljón fylgjendur á Instagram og deilir óbreyttum myndum af sér sjálfri, alveg eins og hún er. Mörgum þykir það afar hressandi þar sem það er mjög algengt að stjörnur og áhrifavaldar breyti myndunum sínum í myndvinnsluforritum, eins og Photoshop og Facetune.

Mynd/Instagram

Í samtali við News.au segist Ashley ekki eiga erfitt með að deila „hráum“ og óbreyttum myndum af sér á samfélagsmiðli þar sem annarri hverri mynd virðist hafa verið breytt.

„Ég hugsa til baka þegar ég var yngri, ég hugsa um hana og ég veit að hún er til staðar í svo mörgum öðrum ungum stelpum og ég hugsa, af hverju myndi ég vilja ljúga að henni? Af hverju myndi ég vilja að hún myndi sjá eitthvað sem er ekki raunveruleikinn?“

Mynd/Instagram

Ashley eignaðist sitt fyrsta barn í mars 2020. Hún hefur verið dugleg að deila myndum af nöktum líkama sínum á Instagram í gegnum allt ferlið.

Hún segist vilja deila þessum myndum af líkama sínum eftir barnsburð því fólk „sér ekki svona myndir nógu oft.“

„Við sjáum sjaldan konur sem eru með milljónir fylgjenda í réttu ljósi, að mínu mati,“ segir hún.

„Ég held að ég birti þessar myndir því ég hefði viljað sjá svona myndir þegar ég var yngri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“