Raunveruleikastjarnan, hótelerfinginn og athafnakonan Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn með áletruninni: „Stop Being Poor.“
Paris var mynduð í bolnum á tískusýningu árið 2005. Mynd af henni í bolnum hefur lifað lengi á netinu og var bolurinn, og þar af leiðandi Paris, mjög umdeild um tíma.
Paris hefur nú greint frá því að myndin sé „feik“ og að áletruninni verið breytt á bolnum.
„Það er þessi mynd af mér á netinu, þú hefur örugglega séð hana,“ segir Paris í myndbandi á TikTok og sýnir myndina.
@parishiltonDebunking the #STOPBEINGPOOR myth. 🙅🏼♀️😹 Don’t believe everything you read. 😏 #greenscreen #Iconic 👑♬ original sound – ParisHilton
„Ég var aldrei í þessum bol. Þetta var gjörsamlega „photoshoppað.“ Allir halda að þetta sé raunverulegt en það er ekki sannleikurinn.“
Paris sýnir síðan mynd af sér í bolnum en áletrunin er öðruvísi: „Stop Being Desperate.“
„Ekki trúa öllu sem þið sjáið,“ segir Paris.
Manneskjan sem breytti myndinni steig fram á Twitter og sagðist Paris alla tíð hafa haldið að paparazzi ljósmyndarinn hefði breytt myndinni.
OMG I always thought a paparazzi agency edited it! 😹 So hilarious & #Iconic 👑 😹🤯😫 I thought it was funny when it came out but I also didn’t want to insult people by thinking I would wear that😳. Glad to finally clear this one up for the haters.😉💕 https://t.co/XnHfDiWEMA
— Paris Hilton (@ParisHilton) May 4, 2021