fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

8 atriði sem benda til þess að þú sért kynlífsfíkill

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. maí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oftast gaman að vera saman með gagnkvæmu samþykki undir sæng í sveittum fimleikum með samtvinnaða líkama. En allt er gott í hófi, segja menn, og svo getur farið að langanir þínar og þörf fyrir lárétt limbó gangi yfir heilbrigðis-línuna.

Fíkn felur í sér ákveðið hegðunarmynstur, áráttukennd endurtekning á athæfi sem einstaklingur telur sig knúinn til þess að framkvæma þrátt fyrir neikvæð áhrif á heilsufar, líf og störf. Fólk getur fengið fíkn í kynlíf og teljast þá kynlífsfíklar.

Sérfræðingar hjá heilsuhælinu Delamere health hafa tekið saman nokkur atriði sem benda til þess að einstaklingur sé haldinn kynlífsfíkn.

„Kynlífsfíkn er viðurkennd sem geðsjúkdómur þar sem kynhegðun einstaklings er orðin þráhyggjukennd. Í stað þess að nota kynlíf til að byggja heilbrigða nánd mun kynlífsfíkill nota kynlíf til að takast á við streitu. Kaldhæðnin við þetta er að það verður síðan kynlíf sem verður helsti streituvaldurinn og skapar mjög erfiða hringrás sem erfitt er að rjúfa.“

1 Að hugsa þráhyggjukennt um kynlíf

„Stöðugar og yfirþyrmandi huganir um kynlíf sem valda því að kynlífsfíkill á erfitt með að einbeita sér að nokkru öðru. Þessar áréttukenndu hugsanir er aðeins hægt að stöðva (þó bara tímabundið) með því að stunda það kynlíf sem hugsanirnar hafa snúist um.“

2 Óstjórnleg þörf til að stunda kynlíf

„Heili kynlífsfíkils gerir það að verkum að fíklinum finnst hann verða að stunda kynlíf, jafnvel þó að líkurnar á neikvæðum afleiðingum séu miklar. Þörfin til að stunda kynlíf veldur einnig eriðleikum á öðrum sviðum daglegs lífs fíkilsins.“

3 Óeðlilega miklum tíma varið í kynlíf 

„Fíkn kynlífsfíkils í kynlíf veldur erfiðleikum í samböndum, í vinnu eða skóla, fjármálum og skaðar líkamlega sem andlega heilsu. Þeir gætu vandrækt mikilvægar skuldbindingar og ábyrgð sem og sambönd í þeim tilgangi að stunda kynlíf.“

4 Stjórnleysi tengt kynlífi 

„Hegðun kynlífsfíkils verður oft til þess að þeir finna fyrir yfirþyrmandi tilfinningum á borð við skömm, eftirsjá, valdleysi, kvíða og þunglyndi. Kynlífsfíkill á það til að vera tvöfaldur í roðinu og er haldinn miklum ótta við að vera staðinn að verki.“

5 Útiloka aðrar athafnir dagslegs lífs

„Hegðun kynlífsfíkils mun taka yfir líf hans upp að því marki að þeir missa áhuga á áhugamálum og öðru sem þeir áður höfðu gaman af. Þeir eru líklegir til að missa samband við fjölskyldu og ástvini þar sem þeir eru of uppteknir við kynlíf og tilfinningar sem tengjast þessari áráttukenndu hegðun.“

6 Hætta ekki þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar

„Kynlífsfíkill verður fyrir neikvæðum afleiðingum vegna hegðunar sinnar. Dæmi um algengar neikvæðar afleiðingar sem kynlífsfíklar geta orðið fyrir er að upp komist um framhjáhald, kynsjúkdómar, þvagfærasýkingar, þungun, að missa vinnuna, eða sambandsslit. Þrátt fyrir þessar neikvæðu afleiðingar geta kynlífsfíklar ekki hætt, jafnvel þó þeir vilji það.“

7 Framvinda hegðunarinnar

„Með tíð og tíma munu kynlífsfíklar sjá að þeir þurfi enn meira kynlíf til að fullnægja þörfum sínum, eða kynlíf sem felur í sér meiri áhættu. Það sem áður fullnægði þeim hættir að virka. Þeir gætu endað með þráhyggjukenndri klámneyslu, jafnvel fundið fyrir þörf fyrir því að taka þátt í klámi, þeir gætu endað með a stunda kynlíf enn oftar, farið að kaupa eða selja vændi, stundað hættulegt kynlíf sem felur í sér að þrengt sé að öndunarvegi og jafnvel endað með að verða gerendur kynferðisbrota.“

8 Stunda kynlíf sem meiðir 

„Kynlífsfíkill gæti stundað sjálfsfróun svo oft að það fer að meiða, eða farið að stunda svo mikið kynlíf að það er vont og jafnvel tekið þátt í hörkulegum kynlífsathöfnum. Sársaukinn mun ekki koma í veg fyrir að þeir haldi hegðun sinni áfram.“

Það er ekki svo að kynlífsfíklar þurfi alfarið að hætta að stunda kynlíf ef þeir vilja losna undan viðjum fíknarinnar. Meðferðir við kynlífsfíkn miða að því að koma í veg fyrir þráhyggjukennda hegðun og kynlíf án nándar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt