Ungt par sem gisti á vinsælu hóteli í Glasgow lenti í óþægilegum aðstæðum eftir að þau komust að því að rúðurnar á herbergi þeirra voru ekki litaðar.
TikTok-stjarnan Rebekka Mccabe deildi reynslu sinni og kærasta síns á samfélagsmiðlinum TikTok, en síðan hefur breska pressan fjallað um málið. Nú hafa hátt í milljón einstaklingar horft á myndbandið.
Parið stundaði kynlíf á hótelherberginu, en fékk kvörtun skömmu seinna. Á TikTok má sjá Rebekku, verða vitni af því þegar kærasti hennar fær símtal frá lobbíinu, og biðjast í kjölfarið afsökunar á hegðun þeirra.
„Hvað sögðu þau? Kvartaði einhver?“ spyr Rebekka, „bíddu, nei, nei, nei.“
Kærastinn svarar: „Fólk í hótelinu á móti sá okkur og sagði að við þyrftum að hylja okkar allra heilagasta.“
„Þau sögðu að þeim væri sama hvað við gerðum inni í herberginu, en rúðurnar væru ekki litaðar, það sést í gegnum þær.“
Við þessu svaraði Rebekka: „Þú sagðir að þær væru litaðar!“
Líkt og hefur komið fram deildi Rebekka þessari reynslu sinni á TikTok. Þar skrifaði hún: „Viðvörun, vinsælt hótel í Glasgow er ekki með litaðar rúður.
@rebekkamccabeWord to the wise, a very popular hotel in glasgow DOES NOT have tinted windows xxx♬ original sound – Rebekka Mccabe