fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

„Ég er í 6 vikna píkuþjálfunarprógrammi“ – 80 þúsund króna græja með infrared ljósum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. maí 2021 20:00

Sigga Dögg. Mynd/DV Hanna/Eirberg.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg Arnardóttir kynfræðingur er að fylgja sex vikna píkuþjálfunarprógrammi með það að markmiði að styrkja grindabotninn og auka alhliða píkuheilsu sína.

„Ég held að ógeðslega margar konur séu óöruggar varðandi grindarbotninn sinn og hvernig hann á að vera og hvort hann sé í standi eða ekki. Kannski svona algengasta sem við finnum fyrir að það sé ekki allt í lagi er að þegar við erum að hoppa eða hósta, sippa eða á trampólíni og það kemur piss,“ segir Sigga Dögg.

„Svo getum við líka lent í því að við séum að stunda kynlíf þar sem eitthvað fer inn í leggöng og náum ekki að slaka á og það kemst ekkert inn. Allt í einu verður það sársaukafullt. Og svo er það misjafnt hversu vel okkur gengur að blotna. Það er ótrúlega margt sem getur verið í gangi í píkunni. Þannig ég er í sex vikna píkuþjálfunarprógrammi til að hafa hana eins heilbrigða og hægt er.“

Sigga Dögg stefnir svo að því að viðhalda árangrinum eftir að prógramminu lýkur. Hún bendir á að það skiptir líka miklu máli að geta slakað á.

„Þetta er líka heildrænt. Þegar við tölum um píkuheilsu er oft einblínt aðeins á sterkan grindarbotn, en svo fattar fólk ekki að hann þarf líka að geta slakað á. Það er ekki gott að vera með yfirspenntan grindarbotn.“

Skjáskot/Eirberg.is

80 þúsund króna græja

Sigga Dögg er að nota vSculpt PRO sem er klínískt vottað tæki. Græjuna má kaupa í Eirberg og kostar 79,750 krónur. Sigga Dögg er í samstarfi við Eirberg.

„Það er alls konar til. Þetta sex vikna prógram sem ég er að fylgja er með þessari græju sem ég er að nota, því hún tekur bæði á grindarbotninum og eykur súrefnismettun í leggöngunum svo það sé auðveldara að blotna,“ segir hún.

„Þetta er eins og að fara í einkaþjálfun. Er að koma mér í ágætis form og svo þarf ég að viðhalda því.“

Umræða um grindabotnsæfingar, eða píkuþjálfun, er enn á byrjunarstigi og lítið rætt um það. Mörgum myndi kannski því þykja skrýtið að greiða svona háa fjárhæð fyrir tæki með þessum tilgangi. Sigga Dögg bendir á að fólk myndi ekki kippa sér upp við að greiða slík gjöld í sjúkraþjálfun eða í önnur líkamsræktartæki.

„Þetta er eins og þú myndir borga fyrir marga tíma í sjúkraþjálfun eða nuddi eða alls konar. Þetta er rannsökuð græja og það eru vísindi þarna að baki,“ segir Sigga Dögg.

„Við erum ekki lengur að kaupa á kynlífstækjakynningu einhverjar kúlur sem við vitum ekki hvort henti okkur eða ekki heldur tekur þessi græja á fleiri þáttum og almennu heilbrigði. Mér finnst það munurinn, hvað leyfum við okkur að eyða í heilsuna okkar og til að viðhalda heilsunni. Þetta er bara eins og líkamsræktargræja.“

Frakkland með aðra nálgun

Einstaklingar með leggöng sem hafa gengið í gegnum barnsburð glíma oft við of veikan grindarbotn. Leiðbeiningarnar eru litlar sem engar frá heilbrigðisstofnunum og segir Sigga Dögg nauðsynlegt að bæta úr því.

„Það er grindarbotnsteymi á Landspítalanum en það getur verið biðlisti að komast að. Úti í Frakklandi fá konur eftir barnsburð sex eða átta tíma niðurgreidda í nákvæmlega þetta, að komast í svona pro græju til að ná aftur upp styrk í grindabotninum því það er svo mikilvægt fyrir stoðkerfið okkar og almenna heilsu. Það er bara búið að taka allt öðruvísi á því. Við erum komin frekar stutt um hvernig við tölum um grindarbotninn,“ segir hún.

„Ég skil alveg, þetta er dýr græja. En það bara má! Það má alveg kaupa eitthvað sem er dýrt fyrir heilsuna sína. Mér finnst þetta líka snúast um að konur megi taka sér pláss.“

Sigga Dögg hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með ferlinu. Instagram/@sigga_dogg_kynfraedingur

Lokaprófið í Rush

Sigga Dögg er á fyrstu vikunni og segir það séu nokkrar leiðir til að mæla árangur. „Ein leiðin til að sjá hvort þetta sé að virka er hvort fullnægingarnar séu kröftugri því þú finnur fyrir meiri krampa og spennu í grindabotninum, sterkari upplifun, sem getur verið skemmtilegt til hliðar,“ segir hún.

Hún segir að önnur leið, leið sem hún ætlar að fylgja, er að hoppa á trampólíni. „Það er fínn mælikvarði,“ segir hún. Sex vikna prógrammið skiptist í þrjú tveggja vikna prógröm og ætlar hún í lok hvers tveggja vikna tímabils að fara í Rush trampólíngarðinn til að athuga hvort æfingarnar séu að skila árangri.

„Svo er mjög skemmtilegt að græjan titrar þannig að hún kveikir aðeins á píkunni, svolítið skemmtilegt þó maður fari ekki að fróa sér þá er þetta samt smá það er líf í henni, það er fjör þarna,“ segir Sigga Dögg.

„En svo er líka alveg næs að fróa sér á þessari græju, ég ætla ekki að neita því,“ segir hún og hlær.

Sigga Dögg hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með ferlinu. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“