fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Birtir 4 klukkustunda myndbönd af sér sitja og brosa – Þvaglosun og skelkaður innbrotsþjófur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. maí 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Internetið er framandi og oft á tíðum furðulegur staður. Þegar rætt er um skrýtnari hliðar netsins verður að nefna YouTube-síðu Benjamins Bennetts.

Síðan 2014 hefur Benjamin birt myndbönd af sér sitja og brosa í fjóra klukkustundir í senn. Hann streymir myndböndunum í beinni og hefur birt 317 slík myndbönd undanfarin sjö ár.

Myndbönd hans hafa orðið fræg að endemum, ekki aðeins vegna, satt best að segja, furðulegum forsendum þeirra heldur einnig vegna eftirminnilegra uppákoma sem hafa átt sér stað í beinni.

Meðal annars þegar hann losaði þvag í beinni og hélt í kjölfarið áfram að brosa og sitja á meðan þvagið gufaði upp næstu klukkutímana. Myndbandið hér að ofan byrjar á mínútunni (2:47:00) þegar hann losar þvag.

Nokkrum sinnum hefur hann brotnað niður og grátið í myndböndunum. En athyglisverðasta myndbandið er þegar þjófur braust inn til hans, á meðan hann var að sitja og brosa í beinni, og virðist hafa verið svo skelkaður yfir því sem hann sá að hann hreinlega snerist á hæl og lét sig hverfa.

Það myndband hefur fengið yfir 6,3 milljónnir áhorfa en Benjamin útskýrir atvikið í lýsingu myndbandsins. Þú getur horft á að hér.

Árið 2016 spurði miðillinn Vice hann hvers vegna hann væri að gera þetta. „Ég veit það ekki. Þetta var eitthvað sem virtist vanta á netið. Mér fannst eins og það þyrfti að gera þetta og enginn annar ætlaði að gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“