fbpx
Föstudagur 08.desember 2023
Fókus

Khloé tjáir sig um myndina sem Kardashian-fjölskyldan vildi ekki að þú myndir sjá

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 09:28

Khloé Kardashian. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur Kardashian fjölskyldan unnið hörðum höndum að því að fjarlægja mynd af Khloé Kardashian af netinu.

Sagan segir að amma Khloé, MJ, hafi tekið mynd af Khloé í sundfötum og birt hana án þess að breyta henni á nokkurn hátt í myndvinnsluforritum. Það leið ekki á löngu þar til myndin fór á flug, en það er þekkt að Kardashian-Jenner systurnar breyta myndunum sínum fyrir samfélagsmiðla, stundum svo mikið að því er slegið upp í grín.

Eins og þegar fótleggur Kourtney Kardashian var afar furðulegur, eða þegar kynningarmynd Kardashian-þáttanna var eitthvað undarleg og þegar aðdáendur sökuðu Kylie Jenner um stórkostleg mistök. Nú nýlegast myndbandsgalli Kendall Jenner.

Sjá einnig: Raunverulega myndin af Khloé Kardashian afhjúpuð

Kardashian fjölskyldan og teymið sem vinnur að því að skrúbba internetið hreint af myndinni segir ástæðuna vera að myndin hafi verið tekin í leyfisleysi og átti ekki að vera deilt.

En sú kenning sem talin er líklegasta skýringin er sú að Kardashian fjölskyldan kæri sig ekki um tilvist umræddrar myndar þar sem hún sýnir Khloé í réttu ljósi en ekki í því sem aðdáendur eru vanir að sjá hana á Instagram. Alveg filterslaust.

Fjöldi netverja bentu á að Kardashian fjölskyldan hafi tekið þátt í að setja svo óraunhæfa fegurðarstaðla fyrir konur að þær eigi sjálfar erfitt með að fylgja þeim.

Það hefur þó haft þveröfug áhrif að ætla að fjarlægja myndina af netinu því það hefur vakið enn meiri athygli á henni og fjalla fjölmiðlar vestanhafs um málið, auk þess að myndin hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.

Khloé tjáir sig

Khloé tjáði sig um málið fyrir nokkrum tímum og birti nokkur myndbönd af sér á Instagram til að sanna að „þetta er ekki allt photoshop.“

„Þetta er ég og líkaminn minn án myndvinnsluforrita og fitlera. Myndin sem fór á dreifingu í vikunni er falleg. En sem einhver sem hefur átt erfitt með líkamsímynd alla mína ævi, þegar einhver tekur mynd af þér sem er ekki góð og í lélegri birtu eða sýnir ekki líkamann þinn eins og hann er, eftir að þú hefur unnið svo hart að því að komast á þennan stað. Og myndinni er síðan deilt með heiminum, þá hefurðu fullan rétt á því að biðja um að myndinni sé ekki deilt áfram, sama hver þú ert,“ segir hún.

Khloé segir að útlitsfordómarnir sem hún hefur fengið að finna fyirr fyrir í gegnum árin séu gífurlegir. Hún hafi verið kölluð „feita systirin“ og „ljóta systirin“. Fólk hafi einnig sagt að „pabbi hennar geti ekki verið alvöru pabbi hennar því hún sé svo ólík þeim.“

„Ég elska góðan filter, góða lýsingu og smá myndvinnslu hér og þar. Alveg eins og ég elska að setja á mig farða, setja á mig gervineglur og fara í hælaskó, til að sýna heiminum mig eins og ég vil vera séð og það er eitthvað sem ég mun halda áfram að gera án þess að biðjast afsökunar. Líkami minn, ímynd mín og hvernig ég kýs að vera er mitt val. Enginn fær að ákveða það eða dæma mig fyrir það,“ segir hún

Ef þú ýtir á örina til hægri sérðu yfirlýsinguna frá henni í heild sinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Khloé Kardashian (@khloekardashian)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Peaky Blinders-leikari er látinn – Lét til sín taka á ýmsum sviðum

Peaky Blinders-leikari er látinn – Lét til sín taka á ýmsum sviðum
Fókus
Í gær

Húsráðið sem breytir lífi þínu – Þú þarft aldrei að skafa frosnar bílrúður aftur

Húsráðið sem breytir lífi þínu – Þú þarft aldrei að skafa frosnar bílrúður aftur
Fókus
Í gær

Kyntákn hvíta tjaldsins átti sér dekkri hlið – „Ég vissi aldrei hvað myndi koma honum af stað“

Kyntákn hvíta tjaldsins átti sér dekkri hlið – „Ég vissi aldrei hvað myndi koma honum af stað“
Fókus
Í gær

Taylor Swift segir Kim Kardashian til syndanna – „Ég flutti til annars lands og fór ekki út úr húsi í ár“

Taylor Swift segir Kim Kardashian til syndanna – „Ég flutti til annars lands og fór ekki út úr húsi í ár“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhorfendum hryllti við „sifjaspellatriði“ í nýju jólamynd Netflix

Áhorfendum hryllti við „sifjaspellatriði“ í nýju jólamynd Netflix
Fókus
Fyrir 3 dögum

Meghan sögð hafa talið sig eiga meiri rétt en Katrín á að láta í sér heyra

Meghan sögð hafa talið sig eiga meiri rétt en Katrín á að láta í sér heyra