fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Fókus

Kristjana og Haraldur ætluðu í ævintýraferð – Það fór ekki eins og þau höfðu ímyndað sér

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristjana Arnarsdóttir er öllum landsmönnum vel kunnug en hún hefur staðið vaktina fyrir íþróttadeild RÚV á mörgum íþróttaviðburðum seinustu ár, sem og verið spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Hún ætlaði sér ásamt kærasta sínum, Haraldi Franklín Magnús að flytja til Barcelona á síðasta ári og dvelja þar í eitt ár.

Það var í lok árs 2019 sem þau ákváðu að flytja út og prófa að gera eitthvað nýtt í eitt ár. Haraldur hafði komist inn á erlenda golfmótaröð og ætlaði Kristjana að taka sér árs leyfi frá starfi sínu hjá RÚV.

„Við hugsuðum: „2020, við skulum bara fara til Spánar og gera eitthvað aðeins öðruvísi.“ Hann var kominn í spjall við einhverja golfvelli þarna úti og við farin að skoða íbúðir og allt að gerast. Við vorum búin að setja íbúðina í langtímaleigu frá 15. janúar 2020 og færðum búslóðina okkar til foreldra minna og foreldra hans. Síðan ætluðum við að leggja af stað eftir Gettu betur en þá er allt þetta Covid að byrja,“ segir Kristjana í samtali við DV en hún hugsaði að Covid myndi ekki vera lengur til staðar eftir um tvær vikur.

Foreldrar þeirra beggja hafa verið mjög þolinmóðir seinasta ár og er Kristjana þeim mjög þakklát fyrir það. Rúmið fór heim til foreldra Haralds en allt annað til foreldra Kristjönu. Næsta hálfa ár parsins var eytt til skiptis hjá fjölskyldum þeirra. Það var síðan í lok ágúst sem þau ákváðu að kýla á það.

„Við létum slag standa þann 31. ágúst. Þá var smá lægð í Covid og við tókum sénsinn og fórum af stað. Planið var alltaf að elta hann á golfmótin og ég ætlaði bara að vera kylfuberinn hans,“ segir Kristjana en þau nýttu tímann í að flakka um Evrópu sem var mjög skrítið á Covid-tímum að hennar sögn.

Foreldrarnir spenntir að losna við hana

Kristjana gat loksins flutt heim í dag og birti hún færslu á Twitter þar sem hún er loks komin aftur í íbúðina sína eftir árs fjarveru. Haraldur er hins vegar erlendis þessa stundina að undirbúa sig fyrir fyrstu mót ársins.

„Ég fékk dásamlegan leigjanda sem að var sjálf að kaupa sér íbúð þannig við teygðum þetta aðeins fram í þetta ár. Þetta voru þrír mánuðir sem við náðum á Evrópuflakki og komum heim fyrir jól. Við erum búin að vera á svefnsófa hjá mömmu og pabba og með rúmið hinum megin ofan í vinnutarnir,“ segir hún en foreldrar hennar voru að hennar mati fullspenntir að losna við hana.

Það var að minnsta kosti eitthvað með þeim í liði

Það var heppilegt að parið var ekki búið að kaupa sér flugmiða en þau höfðu ætlað sér að fljúga með Norwegian Airlines sem var á barmi gjaldþrots um svipað leiti. Planið var því að kaupa flugmiðana nánast samdægurs. Þau voru heldur ekki búin að staðfesta leigu á íbúð en voru þó nokkuð nálægt því.

„Íbúðarmálin voru í góðum farvegi og ég var næstum því búin að negla eina íbúð í gegnum símtal, viku áður en við ætluðum að fara út. Ég ætlaði bara að segja „við þurfum ekki skoðun við ætlum að koma“ bara því hún var á fínum prís. Ég er svona aðeins fegin í dag að hafa beðið með það því þetta hefði verið þriggja mánaða skuldbinding fyrir íbúð sem við kæmumst ekki í,“ segir Kristjana og er ánægð með að eitthvað hafi farið með þeim í þessu hrakförum.

Gefandi starf

Kristjana stefnir ekki á að flytja út á næstunni en mikilvægi hennar hjá RÚV verður alltaf meira og meira. Hún stjórnar hinum ýmsu íþróttaþáttum og virðist hún alltaf vera að bæta nýjum þáttum í safnið hjá sér. Hún hefur einnig staðið sig með mikilli prýði sem Gettu betur spyrill en framhaldið þar er óljóst. Aðspurð segist hún ekki vita hvort hún haldi áfram sem spyrill því það eigi einfaldlega eftir að ræða málin.

„Við höfum bara ekki sest niður og farið yfir þetta. Mér þykir þetta rosalega gefandi og mjög gaman að brjóta upp íþróttirnar og gera eitthvað öðruvísi. Ég bara hreinlega veit ekki hvort ég verði áfram,“ segir Kristjana að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Friends-leikari birti „bak við tjöldin“ mynd og eyddi fljótlega – Hvað máttum við ekki sjá?

Friends-leikari birti „bak við tjöldin“ mynd og eyddi fljótlega – Hvað máttum við ekki sjá?
Fókus
Í gær

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“

Sóley greindist með krabbamein 27 ára og ákvað að taka málin í eigin hendur – „Ég ákvað að þetta yrði minn dagur“
Fyrir 3 dögum

Ég kem mér ekki í að biðja um skilnað – Kvíði því að fara heim eftir vinnu

Ég kem mér ekki í að biðja um skilnað – Kvíði því að fara heim eftir vinnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi
Fókus
Fyrir 4 dögum

31 árs og hefur ekki áhuga á konum nema þær séu eldri en 60 ára – „Ég elska lyktina“

31 árs og hefur ekki áhuga á konum nema þær séu eldri en 60 ára – „Ég elska lyktina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“