fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fókus

Komst að framhjáhaldinu með klókindum – „Þú verður að sækja um hjá FBI“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 28. apríl 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona nokkur, sem gengur undir notendanafninu jensen.jackie á TikTok, hugsaði heldur betur út fyrir kassann til að standa mann sinn að verki eftir að henni fór að gruna að hann væri henni ótrúar.

Hún greinir frá þessu á TikTok. Þar sem hún skrifar:

„Hann var alltaf að fara í heimsókn til „vinar síns“ en vildi aldrei senda mér skilaboð á meðan hann var þar.“

Hún ákvað því að að láta reyna á rannsóknarhæfileika sína og fletti kærastanum upp á Snapchat þar sem staðsetningin hans sást á korti.

Ekki lét hún staðar numið þar heldur opnaði Google Maps og bar saman við Snapchat-staðsetninguna til að finna út í hvaða húsi hann var.

Hún fletti svo húsinu upp á fasteignavef og skoðaði myndir af því.

Svo fór hún í gegnum vini hans á netinu og fann þar TikTok reikning annarrar konu sem hafði birt myndbönd úr umræddu húsi.

Og þar með staðfesti hún grun sinn, kærastinn var að halda framhjá.

Netverjar héldu vart vatni yfir rannsóknarhæfileikunum og hvetja konuna til að ganga í lögregluna.

„CIA ættu að bjóða þér vinnu,“ skrifaði einn.

„Vel gert Sherlock Holmes,“ skrifaði annar.

Aðrir töldu að alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefði mikið gagn af þessum hæfileikum.

„Ekki leyfa FBI að sjá þetta. Þú fengir of mörg atvinnutilboð“

„Þú verður að sækja um hjá FBI“

Eða jafnvel að hún ætti að hefja sjálfstæðan rekstur.

„Snilld kona, þú ættir að gera þér feril úr þessu. Ég myndi borga fyrir svona þjónustu“

 

 

@jensen.jackieand he said I was crazy? #toxic #messy #fyp

♬ Gnarls Barkley Crazy Stephen Kramer Glickman – Gustavo Rocque

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð