fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Tígrisdýradrottningin opnar sig um sannleikann á bakvið Netflix-þættina

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 20:00

Carole Baskin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carole Baskin skaust upp á stjörnuhimininn í mars árið 2020 þegar þættirnir Tiger King: Mayhem and Madness komu út á Netflix. Kórónuveiran var nýkomin á stjá og fólk svoleiðis hámaði þættina í sig, margir hverjir á aðeins einum degi.

Carole Baskin var ekki vinsæl meðal áhorfenda þáttana og var hún máluð upp sem vondi kallinn í þeim. Hún var meðal annars sökuð um að myrði fyrrverandi eiginmann sinn og gefa tígrisdýrum líkamsleifar hans að borða.

Í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV segir Carole að síminn hennar hafi ekki hætt að hringja í þrjá mánuði samfleytt og hún fengið fjölda dauðahótana.

„Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að framleiðendur þáttana höfðu engan áhuga á sannleikanum. Þetta eru ekki heimildarþættir því í heimildaþáttum er venjulega leitað að sannleikanum en þeir höfðu engan áhuga á honum, þeir höfðu aðeins áhuga á því að framleiða sem mest krassandi efni,“ segir Carole.

Joe Exotic eða tígrisdýrakóngurinn var aðalumfjöllunarefni þáttana en fylgst var með honum og lífi fólks í dýragarði hans. Carole er dýraverndunarsinni og vildi loka dýragarði hans og sakaði hann um dýraníð. Að lokum var Joe dæmdur í 22 ára fangelsi, meðal annars fyrir að skipuleggja morð á Carole.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar