fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fókus

Stórar fréttir fyrir Friends-aðdáendur

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 20:00

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Schwimmer þekkja flestir sem Ross úr Friends. Mikið hefur verið rætt um endurfundi leikara þáttana síðustu mánuði og hefur hann staðfest stórar fréttir um þá. David var einn gesta Graham Norton í þætti hans og ræddi aðeins um þessa endurfundi.

Allir sex aðalleikarar þáttana koma til með að hittast í næstu viku að taka upp þátt saman en í þættinum verða þau ekki í karakter heldur verða þau bara þau sjálf og ekkert handrit er í þættinum.

Hann viðurkenndi þó að í einum hluta þáttarins gæti verið að þau detti í karakter en eina sem hann vildi segja var að þau myndu öll lesa eitthvað en hann vildi samt halda hlutunum leyndu og tjáði sig ekki meira um málið.

Friends-þættirnir voru fyrst sýndir árið 1994 og voru gefnar út tíu þáttaraðir af þeim. Eini karakterinn sem aðdáendur fengu að fylgjast með áfram var Joey Tribbiani í þáttunum Joey. Þar flytur hann til Los Angeles til að eltast við leiklistardrauma sína.

Ekki hefur verið tilkynnt hvenær þessi aukaþáttur kemur út en tökur hefjast í næstu viku og því getur ekki verið alltof langt í hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“