fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

8 staðreyndir um Meghan Markle sem þú vissir ekki – Leyndur hæfileiki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 17. apríl 2021 09:30

Meghan Markle. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, hefur lengi verið í sviðsljósinu en hún varð miðpunktur athyglinnar þegar hún giftist Harry Bretaprins og varð hluti af bresku konungsfjölskyldunni. Í byrjun árs 2020 sögðu hjónin svo skilið við konungsdæmið og olli það mikilli hneykslan sem hefur gefið bresku slúðurblöðunum úr nógu að moða. En þrátt fyrir alla þessa athygli og umfjöllun eru enn nokkrir hlutir sem þú vissir örugglega ekki um hertogaynjuna.

Hér eru átta skemmtilegar staðreyndir um hertogaynjuna. Good To tók saman.

1. Hún vildi vera stjórnmálamaður

Meghan fór í Northwestern háskólann í Illinois og útskrifaðist árið 2003. Áður en hún varð hluti af bresku konungsfjölskyldunni var hún leikkona, en þegar hún var yngri var hún næstum því búin að velja annan starfsferil. Hún hafði mikinn áhuga á stjórnmálum. Það leiddi til þess að hún skipti um aðalfag og lærði bæði leiklist og alþjóðatengsl.

Hún vann hjá bandaríska sendiráðinu í Buenos Aires í nokkra mánuði þegar hún var tvítug.

2. Hún var beðin um að velja á milli Harry Bretaprins og Vilhjálms Bretaprins.

Þessi staðreynd er með þeim skemmtilegri. Í viðtali árið 2015, nokkrum mánuðum áður en hún kynntist Harry, var hún beðin um að velja á milli prinsanna. Meghan yppti öxlum og sagði: „Ég veit það ekki.“

Blaðamaðurinn sagði þá: „Harry.“ Og Meghan svaraði: „Harry, já af hverju ekki.“

Horfðu á það hér að neðan.

3. Atvinnu listaskrifari

Leyndur hæfileiki Meghan er listaskrift. Hún var meira að segja svo góð í sínu fagi að hún sá um skrautskrift fyrir brúðkaup stórstjarna og aðra viðburði á meðan hún var að reyna að „meika það“ sem leikkona.

4. Elskar sjálfshjálparbækur

Meghan elskar að lesa sjálfshjálparbækur. Hún hefur meðal annars mælt með bókunum Who Moved My Cheese eftir Spencer Johnson og The Motivation Manifesto eftir Brendan Burchard.

5. Hún er jafnhent

Samkvæmt Daily Mail er leikkonan jafnvíg á báðar hendur. Hún notar hægri höndina til að skrifa og veifa, en borðar, drekkur og spilar á gítar með þeirri vinstri.

Hjónin á brúðkaupsdaginn.

6. Hlaup og jóga

Þegar kemur að því að hreyfa sig er hlaup og jóga í uppáhaldi hjá hertogaynjunni.

Mamma hennar er jógakennari og Meghan byrjaði að stunda jóga með móður sinni þegar hún var sjö ára gömul.

7. Lottóvinningur kom henni í góðan skóla

Faðir Meghan Markle, Thomas Markle, vann í lottóinu árið 1990. Hann vann 95 milljónir króna og notaði peninginn til að senda börnin sín í einkarekinn skóla. Hann notaði einnig peninginn til að borga fyrir háskólamenntun hennar.

8. Ellen DeGeneres fékk hana til að ættleiða hund

Í viðtali við Best Health sagði Meghan frá því að hún hafði rekist á spjallþáttastjórnandann Ellen DeGeneres og eiginkonu hennar, Portia De Rossi, í hundaathvarfi. Meghan var að spá í að fá sér hund og Ellen hvatti hana, nánast neyddi hana til að ættleiða hundinn.

„Þetta er eiginlega eins og ef Oprah segir þér að gera eitthvað. Ég sat þarna og hélt á hundinum og hún var alveg: „Þú ert að fara heim með þennan hund.“ […] Ég tók hundinn heim því Ellen sagði mér að gera það,“ sagði Meghan við Best Health.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki