fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fókus

Anna Svava ætlaði að eignast barn með vinahjónum – Voru búin að tala við sálfræðing og lögfræðing

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 16. apríl 2021 11:30

Anna Svava Knútsdóttir. Mynd/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Svava Knútsdóttir hefur slegið í gegn bæði sem gamanleikkona, handritshöfundur og í viðskiptarekstri. Hún segir það sé á köflum erfitt að ganga ekki of langt í að vilja verða besta mamma í heimi og það sé stutt í aðskilnaðarkvíða hjá henni. Sjósund og tilbúnir matarpakkar gefi henni aukinn kraft í bland við gott hláturskast.

Anna Svava er í nýjasta helgarviðtali DV sem birtist hér á netinu eldsnemma í fyrramálið. Hér er brot úr viðtalinu.

Önnu Svövu langaði alltaf að eignast börn en lengi vel fannst henni það ekki liggja fyrir henni. „Þegar ég var yngri sá ég fyrir mér að ég myndi eignast mann og að við myndum eignast börn saman. Síðan varð ég 35 ára og þetta var bara ekki að gerast. Ég ákvað þá að eignast barn með öðrum leiðum. Ég hafði talað við vin minn og vinkonu, sem eru hjón, og við ætluðum öll að eignast barn saman. Við vorum búin að tala við sálfræðing og lögfræðing. Þetta var að fara að gerast – þangað til að ég kynntist Gylfa,“ segir hún.

En síðan bara breyttist það. Þegar við vorum farin að vera saman fannst honum ekki lengur góð hugmynd að ég myndi eignast barn með einhverju öðru fólki. Við ákváðum þá að eignast barn saman. Mér tókst svo að sannfæra hann um að það hljómaði ekki vel að eiga þrjú börn með þremur konum – það væri miklu betra að eiga fjögur börn með þremur konum, og við eignuðumst annað barn.“

Hún segist alltaf hafa haft ákveðnar hugmyndir um barneignir en þegar hún eignaðist sín eigin börn komst hún að því að þessar hugmyndir áttu lítið skylt við raunveruleikann.

„Ég hélt alltaf að það væri bara nóg að elska börnin. Þannig sá ég fyrir mér að vera mamma. Um tveimur árum áður en ég kynntist Gylfa var ég í þrjá mánuði í Afríku þar sem ég fór á munaðarleysingaheimili með yfir hundrað börnum. Ég varð alveg ástfangin af einu barninu, Clemont. Þau voru þarna fjögur systkinin og ég ætlaði bara að taka þau öll með mér heim. Mamma benti mér þá kurteisislega á að ég byggi nú bara í leiguíbúð á Skólavörðustígnum en ég sá fyrir mér að þau gætu bara sofið öll í stofunni hjá mér – að mitt hlutverk væri bara að elska þau og það væri nóg. En það er víst aðeins meira sem þarf til að vera mamma,“ segir hún.

Viðtalið birtist í heild sinni á morgun, laugardag, og verður bæði aðgengilegt í hefðbundnu textaformi sem og umbrotið PDF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvar átt þú heima í kvikmyndagerð? Taktu skemmtilegt próf

Hvar átt þú heima í kvikmyndagerð? Taktu skemmtilegt próf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan

Faðirinn sem setti líf fjölskyldunnar á netið – Skandallinn og klámstjarnan
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“

Atli Þór Fanndal – Í stríði gegn spillingu – „Þegar ég heyrði fyrst af þessu hristi ég bara höfuðið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þess vegna birtir Ashley Graham nektarmyndir

Þess vegna birtir Ashley Graham nektarmyndir