fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fókus

Fyrirtæki vildi ekki sýna Ásu fljúga dróna því hún er kona

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 11:00

Ása Steinars. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Steinarsdóttir býr til efni fyrir samfélagsmiðla og er einn stærsti áhrifavaldur (e. content creator) Íslands. Hún er með um 445 þúsund fylgjendur á Instagram. Myndir og myndbönd hennar fá að jafnaði tugi til hundruða þúsunda „likes“ og milljónir áhorfa.

Nýlega tók DV viðtal við Ásu um vinsældir myndbanda hennar á samfélagsmiðlum. Ása hefur haft brennandi áhuga á ljósmyndun síðan hún var unglingur. Ofan á það hefur hún alltaf haft mikinn áhuga á því að ferðast. Hún sameinaði þessar tvær ástríður sínar og starfar við það í fullu starfi að búa til efni fyrir samfélagsmiðla.

Sjá einnig: Myndbönd Ásu fá margar milljónir í áhorf – „Maður er náttúrulega alltaf á ferð og flugi um landið“

Ása fór nýlega í hlaðvarpsþáttin Eigin Konur. Í þættinum fer hún um víðan völl og ræðir meðal annars kynjahallan í bransanum.

„Í mínum bransa, sem er efnissköpun í bland við þennan útivistar- og ævintýraheim þá eru mjög fáar stelpur. Líka á alþjóðlegum skala. Ég get talið á tveimur höndum hversu margar þær eru og maður er að fylgja þeim öllum. En þetta er miklu miklu meiri strákaheimur, alveg klárlega.“

Ása segir að þetta sé einnig mikill „græjuheimur“. Þú þarft myndavélar, jeppa til að komast á staði, alls konar útivistafatnað, dróna og fleiri græjur.

„Sem örugglega laðar til sín fleiri stráka. Það eru fáar konur ennþá en maður er alltaf að taka eftir nýjum og nýjum stelpum, til dæmis í Evrópu.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asa Steinars: Iceland (@asasteinars)

Kona í karlaheimi

„Oft finnst mér loða við auglýsinga- og ljósmyndabransann svona rótgrónar gamlar staðalímyndir. Oft er kannski verið að reyna að ráða mig í verkefni þar sem þessi staðalímynd skín svo vel í gegn. Fyrirtæki kannski að fara að vera með útivistafatnað og strákunum boðið að fara í fjallgöngu að klífa einhverja tinda en ég er beðin um að auglýsa sundfatnað í einhverri náttúrulaug. En þá þarf ég að berja í borðið og segja nei ég vil klífa fjallið, ég vil ekki endilega auglýsa sundbolinn,“ segir hún.

„Gott dæmi er líka drónar. Það er svo fast að það eru strákar sem eiga að fljúga drónanum. En af hverju? Er einhver grundvöllur fyrir því að við stelpur séum ekki jafn áhugasamar um dróna og ljósmyndun og þá tækniþróun sem á sér stað í ljósmyndaheiminum.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Asa Steinars: Iceland (@asasteinars)

Fékk ekki að fljúga

Ása segir frá því að hún sé í samstarfi með drónafyrirtækinu DJI. Fyrirtækið var ekki með neinn kvenkyns „ambassador“ þegar það gaf út nýjan dróna á árinu en Ásu tókst að sannfæra fyrirtækið um mikilvægi þess og er nú eini kvenkyns FPV „ambassadorinn“ þeirra í heiminum. Nýi dróninn sem var að koma út er „racer dróni“. „Þannig þú þarft miklu meiri þjálfun að fljúga þeim,“ segir Ása.

„Þú ferð ekki venjuleg manneskja að kaupa þann dróna og fljúga honum í „full manual mode“. Þú þarft að læra fyrst í hermi (e. simulator) áður en þú flýgur honum, að mörgu leyti eins og þyrluflugmaður lærir fyrst í flughermi áður en hann flýgur.“

Ása segir að hún hefur eytt um fimmtíu klukkutímum í að æfa sig í hermi að fljúga þessum drónum.

Aðspurð hvort verkefnið hafi gengið vel svarar Ása hikandi. „Já það gekk vel sko, en eins og þegar við vorum að skjóta herferðina voru þeir svolítið tregir. Þeir vildu ekki sýna mig fljúga [drónanum]. Þetta voru leiðbeiningar sem komu frá höfuðstöðunum að það eru strákarnir sem eiga að vera að fljúga þessu,“ segir hún.

Atvinnudrónaflugmenn flugu drónanum á bak við tjöldin, en fyrirtækið réð Ásu og karlmann til að vera í auglýsingunni. En karlkynsfyrirsætan var látin þykjast fljúga drónanum en ekki Ása. „Þeir vilja ekki vera með konu í því hlutverki,“ segir hún.

Hrista upp í þessu

„Því miður sér maður þetta ennþá ansi mikið í auglýsingabransanum og herferðum, og þetta er það sem ég velti fyrir mér þegar fyrirtæki er að reyna að stilla up einhverri herferð, erum við ennþá svona föst í gömlum staðalímyndum? Að við konurnar eigum að labba við hliðina á strákunum og brosa og vera fínar. Eigum við aldrei að keyra jeppunum yfir Krossá í Þórsmörk og fljúga drónanum? Það væri svo geggjað að sjá fyrirtæki nýta þetta í markaðssetningu og hrista aðeins upp í staðalímyndum,“ segir Ása.

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kemur með sína punkta í kynlífsumræðuna – Kunni betur við fávisku og feimni – „Allt úir og grú­ir af mynd­um af hálf- og alls­beru fólki“

Þórir kemur með sína punkta í kynlífsumræðuna – Kunni betur við fávisku og feimni – „Allt úir og grú­ir af mynd­um af hálf- og alls­beru fólki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amish stelpur sjá flugvöll í fyrsta skipti

Amish stelpur sjá flugvöll í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hundur í Súðavík tók ástfóstri við kóp – „Hann er eins og taugaveikluð andamamma“

Hundur í Súðavík tók ástfóstri við kóp – „Hann er eins og taugaveikluð andamamma“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aflýsti brúðkaupinu eftir að hún tók eftir smáatriði á mynd – „Það sem ég sá var mjög furðulegt“

Aflýsti brúðkaupinu eftir að hún tók eftir smáatriði á mynd – „Það sem ég sá var mjög furðulegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hún er ekki umönnunaraðili hans heldur kærasta hans

Hún er ekki umönnunaraðili hans heldur kærasta hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Will Smith ber að ofan og segist aldrei hafa verið í „jafn lélegu formi“

Will Smith ber að ofan og segist aldrei hafa verið í „jafn lélegu formi“