fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fókus

Segir einfalt próf gefa til kynna hvort þú sért siðblindingi eða ekki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. mars 2021 22:30

Jack Nicholsson í The Shining.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur alltaf velt því fyrir þér hvort þú sért eða einhver í fjölskyldunni þinni sé siðblindingi, þá er hér einfalt próf sem gæti gefið þér einhverja vísbendingu.

Ung kona vekur athygli á þessu prófi á TikTok. Hún segir að það sé aðeins ein spurning í prófinu og sex svarmöguleikar.

Það er samt mikilvægt að hafa í huga að hún er ekki sálfræðingur, geðlæknir,  sérfræðingur eða fagaðili. Þetta er engan veginn formleg greining á því hvort einstaklingur sé siðblindur eða ekki.

Ástæðan fyrir því að prófið sé talið geta gefið vísbendingu um hvort að einstaklingur sé haldinn siðblindu eða sé siðblindur er vegna þess að siðblindir einstaklingar virðast hallast mestmegnis að einum svarmöguleikanum.

„Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að þú sért að ganga í gegnum dimman og draugalegan skóg. Hjartað þitt slær á fullu og þú heyrir alls konar hljóð í kringum þig. Allt í einu heyrirðu og finnur fyrir andardrætti á bak við þig og þú snýrð þér við skelfingu lostinn,“ segir unga konan á TikTok.

Þá kemur að spurningunni: „Hvað sérðu?“

Þú getur valið um sex svarmöguleika.

  1. Villt dýr
  2. Fölleit manneskja af hinu kyninu
  3. Skuggaleg fígúra (e. shadowy figure)
  4. Hund
  5. Ekkert
  6. Risastóra pöddu

Í öðru myndbandi segir hún hvaða svarmöguleiki af þessum sex gefi til kynna hvort þú sért siðblind/ur eða ekki.

Ef þú valdir D) Hund þá hugsarðu eins og siðblindingi.

„Af einhverri ástæðu þá velja þeir sem eru haldnir siðblindu oftast hund,“ útskýrir hún.

„Hundur er ekki ógnvekjandi og þó svo að það sé ekki vitað nákvæmlega af hverju fólk sem er haldið siðblindu velji þennan svarmöguleika þá er haldið að það gerir það til að spila með manneskjuna sem spyr spurningarinnar.“

@sophia.boiReply to @_.sagittarius_ doing the other answers next!! ##psycho ##psychopath ##psychopathquestion ##fyp ##riddle ##riddles ##riddleswithsophia ##forest ##dog

♬ original sound – sophia 🌈🥵🥀

Þessi hundakenning virðist eiga við einhver rök að styðjast. Jon Ronson, höfundur The Psychopath Test, útskýrði að eitt af „einkennum siðblindingja“ er að þeir elska hunda, því þeir eru „hlýðnir“ og auðvelt að „stjórna þeim.“

Jon átti mörg samtöl við siðblindingja sem sýndu engar tilfinningar þegar manneskja dó, en voru sorgmæddir að heyra af dauða hunds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Þrjú smit í gær
Fókus
Í gær

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum

Kennir jóga nakin og segir það hjálpa mörgum – Þetta er algengasta spurningin sem hún fær frá karlmönnum
Fókus
Í gær

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra

Þetta eru lögin sem veðbankar segja Daða þurfa að sigra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín Avon gengin út

Kristín Avon gengin út
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5

Áhrifavöldum prýtt partý hjá Birgittu Líf á B5
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinalegir rígar í Hollywood

Vinalegir rígar í Hollywood
Fókus
Fyrir 4 dögum

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“

Logi var bjartsýnn eftir bólusetninguna en síðan komu aukaverkanirnar – „Mér tókst að fljúga á hausinn í Vesturbæjarlauginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn

Paris Hilton afhjúpar sannleikann á bak við umdeilda hlýrabolinn