fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Segir einfalt próf gefa til kynna hvort þú sért siðblindingi eða ekki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. mars 2021 22:30

Jack Nicholsson í The Shining.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur alltaf velt því fyrir þér hvort þú sért eða einhver í fjölskyldunni þinni sé siðblindingi, þá er hér einfalt próf sem gæti gefið þér einhverja vísbendingu.

Ung kona vekur athygli á þessu prófi á TikTok. Hún segir að það sé aðeins ein spurning í prófinu og sex svarmöguleikar.

Það er samt mikilvægt að hafa í huga að hún er ekki sálfræðingur, geðlæknir,  sérfræðingur eða fagaðili. Þetta er engan veginn formleg greining á því hvort einstaklingur sé siðblindur eða ekki.

Ástæðan fyrir því að prófið sé talið geta gefið vísbendingu um hvort að einstaklingur sé haldinn siðblindu eða sé siðblindur er vegna þess að siðblindir einstaklingar virðast hallast mestmegnis að einum svarmöguleikanum.

„Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að þú sért að ganga í gegnum dimman og draugalegan skóg. Hjartað þitt slær á fullu og þú heyrir alls konar hljóð í kringum þig. Allt í einu heyrirðu og finnur fyrir andardrætti á bak við þig og þú snýrð þér við skelfingu lostinn,“ segir unga konan á TikTok.

Þá kemur að spurningunni: „Hvað sérðu?“

Þú getur valið um sex svarmöguleika.

  1. Villt dýr
  2. Fölleit manneskja af hinu kyninu
  3. Skuggaleg fígúra (e. shadowy figure)
  4. Hund
  5. Ekkert
  6. Risastóra pöddu

Í öðru myndbandi segir hún hvaða svarmöguleiki af þessum sex gefi til kynna hvort þú sért siðblind/ur eða ekki.

Ef þú valdir D) Hund þá hugsarðu eins og siðblindingi.

„Af einhverri ástæðu þá velja þeir sem eru haldnir siðblindu oftast hund,“ útskýrir hún.

„Hundur er ekki ógnvekjandi og þó svo að það sé ekki vitað nákvæmlega af hverju fólk sem er haldið siðblindu velji þennan svarmöguleika þá er haldið að það gerir það til að spila með manneskjuna sem spyr spurningarinnar.“

@sophia.boiReply to @_.sagittarius_ doing the other answers next!! ##psycho ##psychopath ##psychopathquestion ##fyp ##riddle ##riddles ##riddleswithsophia ##forest ##dog

♬ original sound – sophia 🌈🥵🥀

Þessi hundakenning virðist eiga við einhver rök að styðjast. Jon Ronson, höfundur The Psychopath Test, útskýrði að eitt af „einkennum siðblindingja“ er að þeir elska hunda, því þeir eru „hlýðnir“ og auðvelt að „stjórna þeim.“

Jon átti mörg samtöl við siðblindingja sem sýndu engar tilfinningar þegar manneskja dó, en voru sorgmæddir að heyra af dauða hunds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“