fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fókus

Einföld regla sem karlar þurfa að fylgja til að slá í gegn á fyrsta stefnumóti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 4. mars 2021 09:09

Jana Hocking. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska fjölmiðlakonan og pistlahöfundurinn Jana Hocking gefur karlmönnum skothelt ráð til að koma dömu vel fyrir sjónir á fyrsta stefnumótinu.

Ráðið er eins einfalt og það getur verið. „Fylgdu einfaldri reglu ef þú vilt byrja stefnumótið vel: Hugsaðu um hreinlæti og vertu sómasamlegur. Það er það eina, ekkert meira,“ segir Jana í nýjasta pistli sínum á News.au.

„Ég veit að mörg ykkar halda að þetta sé sjálfsagt, en mér er alvara. Sem einhver sem hefur farið á fjölda stefnumóta þá get ég sagt það með vissu að fyrstu fimm mínútur stefnumótsins segja til um hvort þetta verður gott stefnumót eða ekki.“

Jana útskýrir nánar. „Við dæmum öll. Um leið og ég heilsa skoða ég föt, skó, tennur, lykt og hár. Ef ég sé vísbendingu um skítugt hár, skítug föt eða fnyk af líkamslykt þá er ég farin að leita að næstu útgönguleið. Það gefur til kynna að 1. Þú hefur ekki lagt mikið í stefnumótið og fórst bara í eitthvað og hljópst út um dyrnar. Eða 2. Þú ert latur,“ segir hún.

Fyrir stuttu fór Jana á stefnumót með litlum fyrirvara. Þau gáfu hvort öðru hálftíma til að gera sig til og hittast á næsta bar.

„Á þessum tíma tókst mér að fara í sturtu, setja hárið mitt í tagl, skella á mig léttum farða, klæða mig í sætan kjól, bursta tennur og spreyja á mig ilmvatni. Ég hélt að hann myndi kannski mæta í vinnufötunum og setja á sig svitalyktareyði. Nei! Hann leit út fyrir að vera nýrakaður, með hreint ár, í fallegri skyrtu og lyktaði guðdómlega. Stefnumótið fór þegar vel af stað og ég elskaði að hann hafi lagt þessa aukavinnu í að gera sig til fyrir stefnumótið,“ segir hún.

„Það skiptir mig engu máli ef þú svitnar á stefnumótinu eða matur festist í tönnunum þínum. Ef þú mættir vel lyktandi og vel útlítandi, þá getur vel verið að þér hefur tekist að næla þér í stelpuna,“ segir Jana.

Jana vísar í rannsókn sem styður við rök hennar. Árið 2005 spurðu rannsakendur spurningarinnar „Hvað eyðileggur stefnumót (e. deal breaker)“ og algengasta svarið var „ónógt hreinlæti.“

Sex skref fyrir betra stefnumót

Til að auðvelda þetta setur Jana þetta upp í sex skref sem þú getur farið í gegnum fyrir næsta stefnumót.

1. Burstaðu í þig tennurnar – aukastig ef þú notar tannþráð og munnskol.

2. Þrífðu hárið og mótaðu það.

3. Notaðu svitalyktareyði.

4. Hafðu fyrir því að klæða þig, þó þú sért bara á leiðinni á næsta pöbb.

5. Notaðu ilmvatn eða rakspíra.

6. Vertu í almennilegum skóm.

„Verði ykkur að góðu,“ segir Jana Hocking.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“

„Þegar Bjarni Dagur segir að það sé ódýrt, þá er það ódýrt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“

Sævar Þór opnar sig upp á gátt – Varð fyrir kynferðisofbeldi aðeins 8 ára gamall – „Það er upphafið á að ég glata minni barnæsku“