fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Var heimilislaus en þénaði svo 200 þúsund krónur á helgi – Þetta gerði hann

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 22:30

Chris Carlyon - Mynd/NCA NewsWire

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Carlyon, 47 ára gamall maður frá Ástralíu, var heimilslaus fyrir um 6 árum síðan. Í dag græðir hann um 2 þúsund ástralska dollara á viku en það jafngildir um 200 þúsund íslenskum krónum.

Chris segist hafa verið af efri stéttinni þegar kemur að heimilisleysi en hann bjó í sendibifreið á strönd frá árinu 2014 til ársins 2015. Chris varð heimilislaus eftir að hafa þjáðst af áfallastreituröskun sem kom í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar sem hann varð fyrir árið 2010.

„Eftir líkamsárásina þá var það þannig að í hvert skipti sem einhver lyfti hendinni sinni – hver sem er – þá fór ég niður í jörðina eins og hvolpur svo fólk og vinir mínir notfærðu sér það,“ segir Chris í samtali við News.com.au.

„Ef einhver spurði mig um eitthvað og ég sagði nei þá var fólk strax ógnandi og stóð yfir mér. Ég hef verið í kringum vont fólk í lífinu mínu, fólkið sem ég þekkti vildi bara nota mig til að ná því sem það vildi út úr mér.“

Eftir að hann hafði verið heimilislaus í um eitt og hálft ár byrjaði hann að vinna sem bílsstjóri fyrir fyrirtæki í nágrenninu hjá sér. Seinna byrjaði hann síðan með sitt eigið bílstjórafyrirtæki en hann sá um það á meðan hann hugsaði um aldraðan föður sinn. Eftir það ákvað hann að byrja að vinna fyrir leigubílaþjónustuna Uber en hann hefur nú unnið þar í eitt og hálft ár.

„Það að hitta fólk hefur alltaf verið það besta í lífinu. Með því að tala við fólk þá lærirðu af þeim og það af þér, það er það sem gerir mann að klárasta manni í heimi. Ég hef ekki ennþá hitt eina slæma manneskju í gegnum Uber og ég hef tekið tæplega 3 þúsund ferðir.“

Chris segist græða góðan pening sem bílstjóri en venjulega fékk hann um 500 ástralska dollara, um 50 þúsund íslenskar krónur, frá föstudegi til mánudags. Eftir að samkomubanninu lauk þar á sínum tíma fór hann samt að græða um 2000 ástralska dollara, um 200 þúsund íslenskar krónur. Hann segir að ástæðan fyrir því hafi verið að fólk vildi komast út á lífið og því var mikið um fólk sem hann gat keyrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“