fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Berglindi voru boðnar 1,2 milljónir fyrir að fara á stefnumót – Hún spurði um ástæðuna og þetta sagði hann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 29. mars 2021 13:00

Instagram/@sagabofficial

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og áhrifavaldurinn Berglind Saga Bjarnadóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Saga B, fékk ansi rausnarlegt boð um að fara á stefnumót á dögunum.

Berglind vakti athygli á þessu á Instagram og skrifaði með: „Þegar þú segir nei við stefnumóti.“ Í samtali við DV segist Berglind reglulega fá skilaboð frá erlendum karlmönnum sem tjá ást sína og aðdáun á henni. En það gerist þó ekki oft að hún fái svona boð.

„Gaurinn var að svara einhverju í Story hjá mér á Instagram og spurði hvort hann mætti spyrja mig að einhverju. Ég er svo forvitin þannig ég sagði já. Hann spurði hvaðan ég væri og hvort hann mætti taka mig á deit. Ég sagðist ekki hafa áhuga og hann fór þá að spyrja af hverju. Ég sagði að ég hefði bara ekki áhuga að fara á deit núna. Hann hélt áfram og bað mig um að útskýra af hverju ég vildi ekki fara á deit með honum. Ég spurði hann þá til baka, af hverju hann vildi taka mig á deit,“ segir Berglind.

Maðurinn, sem talaði ensku, sagði að Berglind liti ekki út fyrir að vera „slæm kona“ og það sé „sjaldgæft þessa dagana.“

„Þú ert akkúrat það sem ég var að leita að. Ég myndi elska að fá allavega eitt tækifæri. Þú lítur út fyrir að hafa góða og hreina (e. pure) sál,“ sagði maðurinn og spurði síðan Berglindi hvað hún væri gömul.

Eftir að Berglind neitaði stefnumótabeiðni hans enn og aftur ákvað hann að fara nýja leið. „Ókei, gerum samning. Ég er tilbúinn að borga þér 1,2 milljón krónur [10 þúsund dollara] bara svo þú farir á stefnumót með mér. Hahaha. Þú þarft ekki að skuldbinda þig að neinu,“ sagði hann.

Skjáskot af samskiptunum. Aðsend mynd.

Berglind brást við hlæjandi og sagði honum að vera snjallari með peningana sína. Maðurinn sagði henni þá að hafa engar áhyggjur af peningunum hans, sem hún sagðist ekki gera. „Ég vil að þú vitir að ég tek þig alvarlega,“ sagði hann og spurði síðan um leið hvort hún ætti bara eitt barn, sem hún gerir, og sagðist vera einhleypur og barnlaus.

„Ég er samt ekki að fara að taka boðinu,“ sagði hún.

„Flexa“ Rolex og væla svo

Berglind tók ekki boðinu. „Þessir gaurar, þetta er svo ótrúlega týpískt með gaura, þeir eru alltaf að flassa því sem þeir eiga til að ná stelpu á deit. Flexa Rolex-úrinu og svona, sýna hvað þeir eiga því yfirleitt virkar það vel fyrir þá. Svo þegar stelpurnar eru búnar að fara á deit með þeim og nota þá í drasl og hætta með þeim, þá fara þeir að væla að þær hafi bara verið að nota þá fyrir peninginn. Þeir tældu þær inn þannig, þetta er svo mikil hræsni,“ segir hún.

„Mér finnst þetta ógeðslega fyndið. En meginmálið var að mig langaði ekki á deit með honum þannig það skipti engu máli hvað hann hefði boðið mér.“

Berglind á marga aðdáendur utan landsteinanna. Aðspurð hvort hún fái reglulega svona beiðnir segist Berglind frekar fá beiðnir um að stofna OnlyFans.

„Þeir eru alltaf að segja að þeir fari á hausinn ef ég stofna OnlyFans. Það gerist mjög oft að ég sé beðin um að byrja á OnlyFans,“ segir hún og bætir við að hún hafi engan áhuga á því. „Það er allt of mikil vinna,“ segir hún í gríni og hlær.

OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi.

Hlakkar til að koma fram

Berglind byrjaði að gefa út tónlist undir listamannsnafninu Saga B á síðasta ári. Hún hefur ekkert getað haldið tónleika eða komið fram sökum Covid, sem hún segir vera vissan kost því hún hefur haft tækifæri til að læra, gera mistök og þroskast sem tónlistarmaður. Hún segist þó vera mjög spennt fyrir því að halda fyrstu tónleikana.

Þú getur hlustað á Sögu B á Spotify og horft á tónlistarmyndbandið hennar við lagið „Can‘t Tell Me Nothing“ hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar