fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Afhjúpar þrjú viðvörunarmerki til að vera vakandi fyrir í fari karlmanna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. mars 2021 09:23

Jana Hocking. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska fjölmiðlakonan og pistlahöfundurinn Jana Hocking afhjúpar þrjú viðvörunarmerki (e. red flags) til að vera vakandi fyrir þegar þú byrjar að kynnast einhverjum.

Jana viðurkennir að hún sé alveg sek um að hafa hunsað eitt eða tvö viðvörunarmerki þegar kemur að tilhugalífinu.

„Ég er með ágætis reynslu í þessum málum og hef fengið góðan tíma til að átta mig á því að það eru nokkur viðvörunarmerki sem er ekki hægt að hunsa. Og veistu hvað, sum eru svo lúmsk að það er auðvelt að hunsa þau, en treystið mér. Þið eigið eftir að sjá eftir því,“ segir hún í nýjasta pistli sínum á News.au.

Viðvörunarmerkin til að vera vakandi fyrir

1. Talar í fleirtölu um það sem hann vill breyta við þig

„Þetta gerðist nýlega fyrir mig og fór virkilega í taugarnar á mér. Hann var ekki mikill aðdáandi  brandaranna sem ég sagði á minn kostnað og sagði: „Hvernig fáum við þig til að hætta þessu?“ Slakaðu á félagi, mig skortir ekki sjálfstraust þannig ef ég vil gera grín að mér sjálfri þá þarf ekki að sálgreina það. Mér finnst svona hegðun vísbending um stjórnsemi.“

2. Bölvar fyrrverandi

„Það truflar mig alltaf þegar menn kalla fyrrverandi kærustur sínar „klikkaðar.“ Ég spyr mig einnig hvort geðheilsa hennar hafi verið málið eða hvort hann hafi ýtt undir það […] Ef þeir tala illa um fyrrverandi þá lít ég alltaf svo á að þeim hafi verið sparkað en ekki öfugt.“

3. Lúmsk gagnrýni

Jana segir að hún sjálf gert sig seka um að gera þetta. „Mér leið strax ömurlega eftir á,“ segir hún.

„Ef einhverjum líður allt of vel með að vekja athygli á því sem þeim líkar ekki við þig, þá er hann annað hvort a) haldinn stjórnunaráráttu, eða b) að láta vandamálin sín bitna á þér. Þú átt ekki að þurfa að kljást við það.“

Jana segir að það sé fjöldinn allur af öðrum viðvörunarmerkjum en þessi þrjú merki séu pottþétt vísbending um að þetta stefnumót sé ekki málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki