Japanskur áhrifavaldur sem aðdáendur héldu að væri ungur kvenkyns mótorhjólakappi reyndist vera miðaldra karlkyns mótorhjólakappi. Mirror greinir frá þessu.
Maðurinn, sem heitir Zonggu, notaðist við myndvinnsluforrit til að breyta útliti sínu á ljósmyndum, úr miðaldra manni í unga konu.
Zonggu hefur nú viðurkennt verknaðinn í fjölmiðlum. Hann taldi að ung og falleg kona myndi fá meiri athygli og fleiri læk, en myndir af honum sjálfum. Hann á að hafa sagt að engin vilji sjá myndir af „gömlum gæja“.
Zonggu er vinsælastur á samfélagsmiðlinum Twitter, undir nafninu @azusagakuyuki, en þar er hann með hátt í 20.000 fylgjendur. Þar deilir hann gjarnan myndum af sér í mótorhjólagalla og á mótorhjóli.
Einhverjum aðdáendum þóttu myndirnar sérstakar. Andlitið þótti oft óvenjulegt, og þá sérstaklega í eitt skipti þegar raunverulegt andlit Zonggu sást í spegilmynd á einni mynda sinna.
Japanskur raunveruleikaþáttur kom upp um hinn raunverulega Zonggu, sem tekur þessu ekkert of alvarlega, en hann hefur haldið áfram að að birta myndir af sér sem unga konan.
Hér má sjá tíst af Twitter-síðu Zonggu
みなさーん٩( ˆoˆ )۶
おバイクしてますかぁ✨💖
もうすぐ春ですよ🌷🌼🌸
年齢:昭和の○○○
身長:166
住み:イバラキ🍠
大好き:バイクいじり😘
一言: Life is once, play this world#バイク乗りと繋がりたい #バイク乗りとして軽く自己紹介 pic.twitter.com/t28mZmJ4vg— 宗谷の蒼氷 (@azusagakuyuki) February 10, 2021