fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Áhrifavaldurinn var ekki allur sem hann var séður – Sjáðu raunverulegu myndina

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 19:00

Skjáskot af Twitter-síðu Zonggu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskur áhrifavaldur sem aðdáendur héldu að væri ungur kvenkyns mótorhjólakappi reyndist vera miðaldra karlkyns mótorhjólakappi. Mirror greinir frá þessu.

Maðurinn, sem heitir Zonggu, notaðist við myndvinnsluforrit til að breyta útliti sínu á ljósmyndum, úr miðaldra manni í unga konu.

Zonggu hefur nú viðurkennt verknaðinn í fjölmiðlum. Hann taldi að ung og falleg kona myndi fá meiri athygli og fleiri læk, en myndir af honum sjálfum. Hann á að hafa sagt að engin vilji sjá myndir af „gömlum gæja“.

Skjáskot af raunverulegu andliti Zonggu

Zonggu er vinsælastur á samfélagsmiðlinum Twitter, undir nafninu @azusagakuyuki, en þar er hann með hátt í 20.000 fylgjendur. Þar deilir hann gjarnan myndum af sér í mótorhjólagalla og á mótorhjóli.

Einhverjum aðdáendum þóttu myndirnar sérstakar. Andlitið þótti oft óvenjulegt, og þá sérstaklega í eitt skipti þegar raunverulegt andlit Zonggu sást í spegilmynd á einni mynda sinna.

Japanskur raunveruleikaþáttur kom upp um hinn raunverulega Zonggu, sem tekur þessu ekkert of alvarlega, en hann hefur haldið áfram að að birta myndir af sér sem unga konan.

Hér má sjá tíst af Twitter-síðu Zonggu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu