fbpx
Þriðjudagur 18.janúar 2022
Fókus

Gæsahúð og grátur í American Idol – Tárvotur Lionel Richie yfirkominn af tilfinningum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. mars 2021 12:00

Samsett mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronda Felton er nítján ára gömul og keppandi í American Idol. Hún opnar sig um erfiða æsku og segir frá því hvernig hún og móðir hennar áttu um sárt að binda á þeim tíma. En í gegnum allt saman hefur móðir hennar staðið þétt við bakið á henni og er áheyrnarprufan engin undantekning. Á meðan Ronda gengur inn í herbergið með dómurunum bíður móðir hennar spennt og stressuð frammi.

Ronda söng lagið „One Night Only“ úr kvikmyndinni Dreamgirls. Það er óhætt að segja að hún hafi gjörsamlega neglt áheyrnarprufuna og felldi Lionel Richie nokkur tár.

„Ég var bara nokkuð góður þar til þú komst hingað inn og gerðir eitthvað sem enginn hefur gert áður. Sem er að hafa slík áhrif á mig að ég græt,“ sagði Lionel Richie. Hann gefur henni einnig hughreystandi ráð og hvetur hana áfram.

„Þetta er augnablikið sem mun breyta lífi þínu,“ segir hann.

Ronda fékk já frá öllum dómurum og heldur áfram í næstu umferð. Móðir hennar fékk að koma inn í herbergið og heyra það frá dómurunum að dóttir hennar hafi komist áfram. Mæðgurnar sungu fyrir dómarana og brast Lionel í söng með þeim.

Horfðu á áheyrnarprufuna hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Verbúðin hefur aldrei endað jafn spennandi – „Þetta er bara Áslaug Arna að húkka sér far með gæslunni“

Verbúðin hefur aldrei endað jafn spennandi – „Þetta er bara Áslaug Arna að húkka sér far með gæslunni“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Hér er allt í blússandi blóma“

Vikan á Instagram – „Hér er allt í blússandi blóma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jói Fel 55 ára og ber að ofan – „Sit uppi með þetta útlit núna“

Jói Fel 55 ára og ber að ofan – „Sit uppi með þetta útlit núna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinkonurnar opna sig um erfiða lífsreynslu – Gurrý um Gillz: „Læknirinn […] segir við okkur: „Þið megið bara búast við því að hann sé að fara““

Vinkonurnar opna sig um erfiða lífsreynslu – Gurrý um Gillz: „Læknirinn […] segir við okkur: „Þið megið bara búast við því að hann sé að fara““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rikki G með Covid-19 – „Ég hélt ég myndi alltaf sleppa en veiran skæða hló bara“

Rikki G með Covid-19 – „Ég hélt ég myndi alltaf sleppa en veiran skæða hló bara“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé sökuð um fitufordóma og svarar harðri gagnrýni – „Þú þarft ekki að léttast í alvöru“

Linda Pé sökuð um fitufordóma og svarar harðri gagnrýni – „Þú þarft ekki að léttast í alvöru“