Mánudagur 01.mars 2021
Fókus

Fasteignaauglýsing með myndum sem láta þér bregða – Óvæntir gestir

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðunni Zillow.com birtist fasteignaauglýsing sem í fyrstu lítur út fyrir að vera ósköp venjuleg. Eignin er í Kaliforníu-fylki, rétt við landamærin við Nevada.

Þegar byrjað er að fletta í gegnum myndirnar myndi maður halda að þetta sé bara venjulegt, smá gamaldags hús. Fyrsta sem grípur athygli fólks er líklega bílsætið sem stendur á miðju gólfinu. Einnig er mikið af morgunkorni er á eldhúsborðinu og álpappír er fyrir ofan eldavélina. Það er þó ekki fyrr en þú ert rúmlega hálfnuð/aður með myndirnar þegar hlutirnir byrja að verða virkilega skrítnir.

Eftir að hafa séð svefnherbergi þar sem rúmið er yfirfullt af fötum og loðna klósettsetu þá mætir þú aftur í stofuna og þar blasa við þér sjö gínur, allar klæddar í glimmerkjóla og með hárkollur. Hver mynd er skrítnari en sú á undan og bætast í hópinn liggjandi gína á baðherbergisgólfinu, barnagína í barnagrind og gínu í jakkafötum með lás um hálsinn. Alls taldi blaðamaður um 24 mismunandi gínur á ljósmyndum fasteignasölunnar.

Viljir þú skoða þessa mögnuðu eign sem fæst á 650 þúsund dollara eða rúmlega 83 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins, þá getur þú séð hana hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ógleymanlegasta stundin í lífi Óttars Guðmundssonar – Ég hef aldrei aftur náð þessari alsælu

Ógleymanlegasta stundin í lífi Óttars Guðmundssonar – Ég hef aldrei aftur náð þessari alsælu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru karlarnir sem þykja bestu rekkjunautarnir

Þetta eru karlarnir sem þykja bestu rekkjunautarnir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol

Segir 15 ára stúlku vera næsta sigurvegara American Idol
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kourtney Kardashian og fyrrverandi eiginkona kærastans fara í hart á Instagram

Kourtney Kardashian og fyrrverandi eiginkona kærastans fara í hart á Instagram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beið í tvö ár með að fá sér húðflúrið – Hefði ekki getað valið verri tíma

Beið í tvö ár með að fá sér húðflúrið – Hefði ekki getað valið verri tíma
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi fangi leysir frá skjóðunni – Kynlífstæki úr sápum og virðingarstigi fanganna

Fyrrverandi fangi leysir frá skjóðunni – Kynlífstæki úr sápum og virðingarstigi fanganna